Jón Þór Ólafsson hótar og hótar enda hót fyndinn
29.11.2017 | 14:45
Forseti Íslands sem hefur sagt að hann: vænti þess að þingið vindi ofan af þessari ákvörðun [Kjararáðs] getur gefið út að hann muni setja bráðabirgðalög áður en þing komi saman nema Kjararáð lækki launin eða hann fái það staðfest frá formönnum allra flokka að Alþingi muni vindi ofan af ákvörðuninni. Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun Kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing.
Þetta sagði þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, í grein í Fréttablaðinu fyrir rúmu ári. Hann var svo mikið á móti ákvörðun Kjararáðs um hækkun launa alþingismanna og embættismanna að hann þáði hana, þó ekki með þökkum, en þáði engu að síður.
Jón Þór virðist unna kærum eða hann hótar kærum, hann er sumsé orðinn hótfyndinn. Í grein sinni í Fréttablaðinu sagðist hann ætla að kæra ákvörðun Kjararáðs til þessara aðila:
- Forseta Íslands
- Formönnum þingflokka
- Dómstóla
Síðan er liðið rúmt ár og þó hann hafi verið kominn með lögfræðing í kærumálið hefur hann ekkert gert, engin kæra hefur fylgt hótunum hans.
Jón kann ábyggilega vel að meta launahækkunina, hún nemur hvorki meira né minna en 4.059.048 krónum fyrir þetta ár plús verðbætur og annað smálegt.
Fjögurra milljón króna ástæða er fyrir því að Jón Þór Ólafson, þingmaður og eldhugi, kærði ekki.
Auðvitað er maðurinn ekki að gera neitt nema auglýsa sjálfan sig og um leið vaknar efi í huga lesandans, hvort vegi meira, sjálfsauglýsingin eða óánægjan með niðurstöðu Kjararáðs.
Þegar nánar er litið á feril þingmannsins kemur í ljós að hann hefur ekkert gert í vinnunni en tekur fyrir það rúmlega 13 milljónir króna á ári frá skattgreiðendum.
Á þinginu 2014 til 2015 greiddi Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ekki atkvæði í 623 skipti af þeim 968 atkvæðagreiðslum sem hann átti að vera viðstaddur. Þar að auki var hann fjarverandi í 174 atkvæðagreiðslum.
Slóðin eftir manninn er þessi:
- Já atkvæði: 138, 17%
- Nei-atkvæði: 33, 4%
- Greiðir ekki: 623, 64%
Væri ekki sanngjarnt að frá launum Jóns Þórs drægjust 64% fyrir að kunna ekki að greiða atkvæði?
Vandséð er hvort Jón Þór Ólafsson eigi eitthvað erindi inn á þing en hann býður sig engu að síður fram - og það sem verra er, einhverjir ruglast og kjósa manninn.
Nú hótar maðurinn að kæra Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, haldi hún embætti sínu eftir stjórnarskiptin.
Takið eftir, hann hótar að kæra ef ... Hafi hann einhver efni til að kæra þá ætti hann auðvitað að kæra ráðherrann. En nei, hann hótar bara. Það segir nú dálítið um manninn, málstaðinn og stefnufestuna. Þvílík hótfyndni.
Jón Þór boðar vantraust á Sigríði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og til viðbótar virðist hann ekkert kunna á stjórnskipun þingsins eða hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar. Hann segir að ef Katrín skipi Sigríði sem ráðherra. Jón það er ekki forsætisráðherra sem skipar ráðherra, heldur forseti. Í annan stað Jón þá eru það flokkarnir sem velja hverjir skipa ráðherraembættin sem hver flokkur fær úthlutað við stjórnarmyndun. Þar ræður forsætisráðherra engu.
Ég held að Jón Þór ætti að fara að huga að því að kynna sér ekki bara þau mál sem fyrir þingið kemur og mynda sér skoðun á þeim, frekar en að vera alltaf skoðanalaus og sitja hjá og jafnframt huga að því hvernig hlutirnar virka stjórnskipunarlega séð á þingi, áður en hann fer að leggja fram einhverja vantrauststillögu á aðra þingmenn.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 29.11.2017 kl. 15:05
Þetta er rétt hjá þér, nafni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.11.2017 kl. 15:08
Það er gott að hafa fólk eins og jón Þór, það heldur hinum heiðarlegum.
Hvort hann er að gera rétt eftir öllum protocolum og venjum og bla, það bara skiptir engu máli. Umræður er af hinu góða, ef menn vilja þær ekki þá er menn líklega forpokaðir eða eru að fela sig. Ekki styð ég manninn en ég er þó til í að hlusta á hvað hann hefur að segja. Það er rétt að Kjararáð er steypa sem þarf að brjóta upp, þó ekki væri nema vegna launaskriðs sem myndast yfirleitt í framhaldi.
Annars grunar mig að nú séu menn komnir í skotgrafirnar að verja þess stjórn sem ekki er tekin við. Það get ég ekki mælt með því að hún verður ekki á vetur setjandi, enda spái ég því að kosningar verði mjög bráðlega aftur.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 29.11.2017 kl. 15:23
Jón Þór er ekkert að biðja um umfræður. Hann virðist ekki þekkja til stjórnskipunar landsins, er fljótfær og framar öllu hirðir hann launahækkunina sem hann berst á móti. Forsetinn gerir að ekki. Á þeim tveim er mikill munur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.11.2017 kl. 15:28
Punkturinn minn er að án andstæðinga í pólitík er enginn heiðarleiki. Allir mundu týnast í sínu mengi og ruglið yrði fest í sessi ala Sovíet.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 29.11.2017 kl. 16:49
Jón Þór hlýtur að skella kærunni á Kjararáð með, um leið og hann kærir Sigríði. Það má nú kæra eitt og annað fyrir fjórar millur á ári, sem fengust í hjásetubónus.
Annars er málflutningur hans slíkur, að til efs má telja að nokkur taki mark á honum lengur. Innihaldslaust gaspur og gól, er hans aðalsmerki, auk lélegrar mætingar og eftirtektarleysis í vinnunni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 29.11.2017 kl. 18:27
Svo er hann svo mikið gagnsæi, allt uppa borðið maður að hann lokar a athugasemdir gegn ruglinu, þegar honum er bent á rakalaust bullið. Allavega hef ég ekki aðgang. Líklega vegna þess að ég hef einhverntíman leiðrétt hann.
Þessi mikli stjórnarskrarbyltingarmaður, veit ekki einu sinni hvað stendur í stjórnaskrá landsins um valdskiptingu og stjórnskipan.
Hann hefur kannski skrópað á þingmannanámskeiðinu lika. Hann verður jú að minna a að hann sé að vinna fyrir þessum 13 milljónum með að stíga á stokk og hrópa fokkíngs hitt og fokkíngs þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2017 kl. 04:09
Man ekki eftir að hafa seð strámenn byggða svona fyrir opnum tjöldum. Hann ætlar að lýsa vantrausti á dómsmálaraðherra EF forsætisráðherra umboðslaus skipar hana í embættið. Býst við að ef baráttumalin og rökin eru engin, þá megi alltaf búa þau til. Berjast við vindmyllur sem hann smíðar sjálfur. :D
Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2017 kl. 04:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.