Er réttlát reiði frétt en lygafrétt ekki?

Hvað er að því þótt menn fyllist réttlátri reiði? Ekkert, alls ekkert.

Trúnaður á ritstjórn Fréttablaðsins er svo slakur að þar inni lúta sumir svo lágt að leka „frétt“ til keppinautarins um atburð innandyra.

DV, Pressan og Eyjan reka harðan áróður gegn Sjálfstæðisflokknum. Þar þykist menn hafa himinn höndum tekið þegar einhver fullyrti í eyru fréttabarnanna þar að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafi reiðst blaðamanni á ritstjórn Fréttablaðsins fyrir rangan fréttaflutning á vefnum visir.is.

Nú telst það „frétt“ að Bjarni hafi reiðst, en reynt er að sneiða framhjá því að visir.is hafi farið með rangt mál. Hér eru endaskipti höfð á hlutunum.

Róginn sem rekja má til ritstjórnar Fréttablaðsins og visir.is og birtur er á dv.is er pólitísk árás. Ekkert annað. Tilgangurinn er að gera lítið úr Bjarna Benediktssyni i þeirri von að æ færri kjósi Sjálfstæðisflokkinn.

Allt skynsamt fólk hlýtur að sjá í gegnum svona áróður. Hann byggist á því sama og var lætt svo ísmeygilega að fólki fyrir nokkrum vikum, að Sjálfstæðisflokkurinn verndaði barnaníðinga. Um leið var talað um leyndarhyggju og ólýðræðislegar aðgerðir til að hrekkja almenna borgara.

Hin blákalda staðreynd er sú að enginn væri að bera bull á borð landsmanna nema vegna þess að sumir eiga það til að falla fyrir honum. Þá er hinum pólitíska tilgangi náð og það vita rógberarnir. Þetta eru almannatengsl með skítlegum formerkjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Réttsýni

Það er auðvitað frétt þegar forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins missir missir gjörsamlega stjórn á sér á annarra manna vinnustað fyrir framan fullt af fólki, öskrar af bræði á unga blaðafréttakonu svo drynur í öllum húsakynnum Fréttablaðsins og linnir ekki látum fyrr en hann er dreginn nauðugur til hliðar af aðstoðarmanni. Ef forætisráðherrar annarra þjóða myndu tryllast svona fyrir framan alla kæmi það ekki bara í fréttunum í því landi heldur myndu félagar viðkomandi, ef það væri einhver manndómur í þeim, reyna að koma honum a.m.k. í reiðstjórnun, ef ekki undir læknishendur.

http://www.dv.is/frettir/2017/10/10/bjarni-trylltist-ritstjorn-365-vitni-hefur-ahyggjur-af-andlegri-heilsu-forsaetisradherra/

Réttsýni, 11.10.2017 kl. 15:27

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hef reynt að hafa það fyrir reglu að svara aðeins þeim sem þora að koma fram undir sínu rétta nafni. Með því að fela nafn sitt reynir ómerkilegt lið að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Rök verða ekkert betri þó notað sé velhljómandi dulnefni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.10.2017 kl. 18:09

3 identicon

Hvað sagði ekki Winston Churchill?

"You have enemies? Good. That means you've stood up for something, sometime in your life."

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.10.2017 kl. 19:41

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sorglegt er að sjá, hve sjálfhverfur, allt of stór hluti blaða og fréttamannastéttarinnar er orðinn. Hvað er að því að vanda óvöndðum fréttasnápum ekki kveðjurnar, fyrir faustursleg vinnubrögð, eða jafnvel lygar, þó fram fari í heyranda hljóði? Ef einhver lýgur upp á þig sök og þú lætur hann heyra það, ert þú þá orðinn sökudólgurinn?

 Fréttasnápar sem nenna ekki einu sinni lengur að skrifa hlutlausar fréttir, heldur lepja hverja delluna af annari, eftir hverjum öðrum, eða hreinlega búa til fréttir, eru starfi sínu ekki vaxnir. Íslensk fjölmiðlun er að nálgast það að verða óbærileg. Ótrúverðug og allt of oft, augljóslega stýrt af óræðum niðurrifsöflum, sem hafa hag af því að koma höggi á menn og málefni. Sorglegt að hluti fjölmiðla skuli notaður til þessa og í reynd sönnun þess, að þeir sem þar starfa, eru starfi sínu engan veginn vaxnir.

 Væri fróðlegt að vita hvaðan fjármagnið kemur, sem fjármagnar mestu ritslóðana og innihaldslausustu upphróparana. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.10.2017 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband