Einn besti þjálfari Íslands rekinn

Heimir Guðjónsson er einn besti þjálfari landsins. Þekki manninn ekki en hef lengi dáðst að FH liðinu sem hann þjálfaði svo lengi. Leikmenn hans voru skipulagðir og kunnu að halda boltanum og sækja. Hann hafði svo mikla þekkingu á leikmönnum að vart nema úrvalsleikmenn hafa leikið undir hans stjórn.

Ég fullyrði að fá lið hafa verið eins öflug og ekkert lið spilað eins skemmtilegan fótbolta og FH. Þó hef ég aldrei haldið með liðinu en alltaf dáðst að því undir niðri.

Þáttur Heimis Guðjónssonar í íslenskri knattspyrnusögu er stór. Það verður aldrei frá honum tekið. Sömu sögu verður ekki að segja um þá sem sýndu honum þá óvirðingu að sparka honum.

Árangur FH á síðasta Íslandsmóti skrifast fyrst og fremst á leikmenn, ekki þjálfarann.


mbl.is Veit ekki hvað breyttist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fautaskapur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2017 kl. 19:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maður veit aldrei hvað kemur upp á en oft er deilt á þjálfara að gefa ekki yngri efnilegri leikmönnum tækifæri.Þannig gerðist t.d.Einar Karl uppalin hjá FH leikmaður Vals,sem hömpuðu Íslandsmeistara tigninni í ár.
 

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2017 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband