Ekkert mansal, ekkert lögbrot ţrátt fyrir fullyrđingar RÚV

Á vef RÚV kemur fram ađ umrćddur veitingastađur sé Sjanghć sem er viđ Strandgötu á Akureyri. Eigandi veitingastađarins er grunuđ um vinnumansaliđ en starfsmennirnir, fimm kínverjar, fengu loforđ um góđa atvinnu og framtíđarbúsetu hér á landi, gegn ţví ađ greiđa háa fjárhćđ fyrir.

Ţetta kemur fram í frétt á vef Ríkisútvarpsins ţann 30. ágúst síđastliđinn. Ég hlustađi á fréttirnar í útvarpi eđa sjónvarpi og hneykslađist á enn einu mansalsmálinu og ţrćlahaldi sem komist hafđi upp í ferđaţjónustu hér á landi og hét ţví ađ skipta aldrei viđ ţennan hrćđilega veitingastađ.

Ég er ekkert öđru vísi en ađrir međalmenn hér á landi. Mađur tekur allar fréttir trúanlegar og án ţess ađ leita sér frekari upplýsinga hneykslast mađur og lćtur móđan mása um alla ţessa skíthćla sem brjóta lög, reglur og kjarasamninga.

Svona er nú stutt í heimskuna hjá manni á tölvuöldinni ţegar bullfréttir, falsfréttir og áróđur tröllríđa ginnkeyptum neytandanum. 

Skyndilega verđur gjörbreyting:

Ţann 30. ágúst síđastliđinn greindi Ríkisútvarpiđ frá ţví ađ grunur vćri um vinnustađamansal á stađnum. Taliđ vćri ađ starfsfólkiđ fengi greiddar ţrjátíu ţúsund krónur á mánuđi í laun og fengi ađ borđa matarafganga af veitingastađnum.

Vinnustađaeftirlit stéttarfélagsins Einingar-Iđju nokkrum dögum síđar sýndi ţó fram á ađ starfsmenn Sjanghć fái greitt samkvćmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.

Ţetta las ég á visir.is og ţar kveđur viđ allt annan tón. Á veitingastađnum Sjanghć er ekkert mansal, ekkert ţrćlahald, allur rekstur samkvćmt lögum, reglum og kjarasamningum.

hvađ í fj... er ađ gerast. Áđur var fullyrt af virđulegum fréttamiđli ađ ţarna vćri svínađ á starfsmönnum en núna er ţetta allt saman tómt plat.

Auđvitađ ber fréttaflutningur Ríkisútvarpsins um máliđ ţađ međ sér ađ ţađ fór fram út sjálfri sér, ćtlađi aldeilis ađ vera fyrst međ réttirnar, skjóta keppinautunum ref fyrir rass. Ţetta er núna ljóst.

Fjölmiđlar eiga ţađ til ađ fara fariđ offari, stundum viljandi, og ţá er betra ađ einhver sé á vakt sem tekur ađ sér verkefni gagnrýnandans, ţess sem á ensku er stundum nefndur „the devil's advocate“. Slíkt fyrirkomulag getur komiđ í veg fyrir vandrćđalegar uppákomur.

Getur veriđ ađ fréttastofa Ríkisútvarpsins hafi haft svo „áreiđanlegar“ heimildir fyrir frétt sinni ađ hún hafi taliđ pottţétt ađ fréttin stćđist? Sé svo ţarf hún ađ endurskođa verklag sitt.

Á međan ţarf ég, og vćntanlega ađrir neytendur, ađ breyta ţeirri skođun sem Ríkisútvarpiđ innrćtti mér. Eyđa fordćmingunni og fordómunum og hugsanlega ađ kaupa mér máltíđ á Sjanghć nćst ţegar ég á leiđ til höfuđstađs Eyjafjarđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţetta er nú alls ekki RÚV ađ kenna heldur Eflingu fyrir norđan. Ţađ eru ţeir sem komu međ ţessar ásakanir - og runnu svo á rassinn međ ţćr.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 8.9.2017 kl. 15:56

2 identicon

Ég tel ţađ hafa orđiđ til bölvunar ađ sameina fréttastofurnar tvćr sem áđur voru hjá Ríkisútvarpinu, ég held ţví fram ađ fagleg samkeppni ţeirra á milli hafi veriđ undirstađa ţess trausts sem landsmenn báru til ţeirra á sínum tíma.

Ţađ er dapurlegt ađ lesa "fréttir" RÚV um ţetta mál í tímaröđ og ađ endingu tilraun ţeirra til ađ firra sig ábyrgđ og benda á ađra.  Ásakanir um "grun" voru endurteknar í sífellu međ sama orđalagi, á sama tíma og vitađ var ađ stéttarfélagiđ hafđi ekki lokiđ athugun sinni.  A.m.k. ein fréttin var merkt "lögreglumál", ţótt lögreglan hefđi ekkert komiđ ađ ţessu.

Sú "réttlćting" ađ almenningur eigi heimtingu á ađ fá ađ vita af öllu sem hugsanlega kann ađ gerast er innistćđulaus; almenningur á rétt á ađ fá ađ vita hvađ sannanlega hefur gerst eđa er ađ gerast.  Ţannig hefđi RÚV getađ sagt frá ţví ađ stéttarfélag á ónefndum stađ hefđi sögusagnir um mansal til skođunar (sem vissulega hefđi ekki gefiđ tilefni til beinnar útsendingar).

Ţađ var algjör óţarfi ađ krydda frásögnina međ óstađfestum smáatriđum, hvađ ţá ađ upplýsa um heiti fyrirtćkisins.  Fréttastofa RÚV hefđi stađiđ í dálítiđ öđrum sporum ef ćsingurinn hefđi veriđ settur til hliđar ţangađ til niđurstađan varđ ljós, fremur en ađ láta hann leiđa sig í gönur.

Slík vinnubrögđ hefđu ekki liđist hér áđur fyrr, ţegar stađreyndir voru mikilvćgari en óstađfestar getgátur.  Fréttastjóri ber ábyrgđ á ađ kjaftasögur séu ekki bornar á borđ sem "mögulegur sannleikur" og veldur tćplega starfi sínu ţegar ţađ er gert.

Ţví miđur virđist mér fréttastofa RÚV helst keppast viđ ţađ núna ađ vera fyrst međ ćsifréttirnar.  Ritstjórn og fréttamat stendur almennt séđ völtum fótum og ţađ er eins og flestar fréttastofur eigi ákaflega erfitt međ ađ standast ţá freistingu ađ moka út "hrađ-ekki-fréttum" - og ţykist svo ekkert rangt hafa gert ţegar frásögnin reynist röng.

TJ (IP-tala skráđ) 8.9.2017 kl. 18:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband