Flöskuskeyti sigla og sjófuglamenn fylgjast međ

Flöskuskeyti 1Hugsanlega er lélegt málfar og óskipulega skrifađar fréttir ekki alfariđ blađamönnum ađ kenna heldur líka fréttastjórum og ritstjórum fjölmiđla sem vanrćkja skyldur sínar. Eiđur heitinn Guđnason orđađi ţađ ţannig ađ enginn les yfir eđa fylgist međ ţví sem birt er.

Ég hef ekki nánda nćrri sömu ţekkingu og kunnáttu og Eiđur í íslensku máli en bragđ er ađ ţá barniđ finnur. Manni getur nú blöskrađ. 

Hér er frétt á mbl.is sem ég ćtlađi ađ lesa mér til fróđleiks en hún er svo hrođvirknislega skrifuđ ađ efni hennar fór fyrir ofan garđ hjá mér, ég gleymdi mér í orđalagi og orđavali. Gott er ađ smella á myndirnar hćgra megin til ađ stćkka ţćr og gera skýrari.

Rauđar undirstrikanir eru villur og ţćr bláu eru endurtekningar sem sumir nefna nástöđu, síbylju eđa jórtur.

Hér verđur ekki fjallađ um allar villurnar sem eru undirstrikađar, ađeins nokkrar.

Líklega er hćgt ađ orđa ţađ ţannig ađ flöskuskeytum sé „sleppt“ í hafiđ. Betur fer á ţví ađ segja ađ ţeim hafi veriđ varpađ, kastađ eđa hent í hafiđ vegna ţess ađ um er ađ rćđa dauđa hluti. Viđ sleppum fiskum, fuglum og dýrum og ţau forđa sér.

Ţeir sem ekki eru vanir skrifum og hafa ekki góđa ţekkingu á íslensku máli segja oft á tíđum ađ eitthvađ „samanstandi“ af hinu og ţessu. Afar auđvelt er ađ skrifa sig framhjá ţessari dönsku slettu sé ţekking og vilji fyrir hendi.

„Flöskuskeytin rekja vetrarstöđvar farfugla.“ Hvernig á ađ skilja ţetta? 

Flöskuskeyti 2Hvađ eru „sjófuglamenn“? Hverjir eru „ađilar“? Hvernig geta flöskuskeyti „siglt“? Hvađ er átt viđ međ ađ flöskuskeytum hafi veriđ „hent út“, út í geim?

Fyrir mörgum, mörgum árum starfađi ég sem blađamađur á Vísi. Ţá var ţađ regla ađ Elías Snćland Jónsson, fréttastjóri, las yfir öll handrit sem áttu ađ birtast. Hann sendi ţau oftast til baka ef hann ţurfti ađ gera einhverjar athugasemdir. Ţó vont vćri ađ vera kallađur á teppiđ fyrir villur lćrđi mađur af tiltalinu. Svona vinnubrögđ eru varla tíđkuđ lengur. Má vera ađ fréttastjórar og ritstjórar hafi ekki lengur áhuga á íslensku máli.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband