Nei, ekki lögvernda starf leiðsögumanna

Þá seg­ir hún vert að hafa í huga að lög­vernd­un starfs­heit­is leiðsögu­manna myndi leiða til að ófag­lærðir ein­stak­ling­ar, sum­ir með ára­tuga­langa reynslu í leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórn­völd­um til að geta titlað sig leiðsögu­menn.

930911-61Þetta er haft eftir ferðamálaráðherra á mbl.is í dag. Ég er sammála henni.

Í þrjátíu ár hið minnsta hef ég stundað ferðalög og reglulega farið með hópa fólks um landið. Gerði þetta lengi með ferðafélaginu Útivist, og þar að auki á eigin vegum, ýmist í launuðu starfi eða ólaunuðu, hér á landi og erlendis.

Hef ágæta þekkingu á landinu, gengið yfir hálendið, skíðað yfir jökla, klifið fjöll, verið á ferðinni sumar og vetur. Hef mikla reynslu í jeppaferðum, vélsleðaferðum og svo má lengi telja. Þar að auki hef ég skrifað mikið um útiveru og ferðalög í marga fjölmiðla og vefsíður.

860503-12 bMikið dj... myndi ég fornemast ef ríkisvaldið héldi því fram að ég mætti ekki vera leiðsögumaður nema hafa til þess annað nám en ég hef fengið á lærdómsríkum ferðum mínum um landið.

Ég þekki vissulega menntaða leiðsögumenn sem eru í hágæðaflokki, hörku ferðamenn og sumir félagar mínir í ferðum um landið. Sumir þeirra eru jafnvel langtum hæfari en ég en það ekki ekki vegna námsins heldur reynslunnar. Ég þekki líka leiðsögumenn sem ættu ekki að vera í starfanum.

Staðreyndin er einfaldlega sú að reynslan er mikilvægasta námið og er ég þó ekki að gera lítið úr leiðsögumönnum með útskriftarskírteini.

Nú kunna einhverjir að spyrja hvort að það sé ekki ráð fyrir mig að fara og afla mér þessara menntunar, fara í leiðsögumannanámið ... og málið dautt.

Má vera að lesandanum finnist ég hrokafullur en til hvers ætti ég að taka próf? Ég hef það sem þarf til að geta farið með fólk í ferðir, fjölbreyttar ferðir.

Myndir:

Sú efri er tekin í Landmannalaugum í helgarferð bekkjar í Melaskóla.

Neðri myndin er tekin á Eyjafjallajökli 1986.


mbl.is Lögverndun leiðsögumanna ekki tímabær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Ég er í sömu stöðu og þú. En ég myndi sætta mig við hæfnipróf ef það væri samið og framkvæmt með sanngjörnum hætti.

Sæmundur G. Halldórsson , 29.6.2017 kl. 15:30

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fjöldi manna eru í sömu stöðu og við.

Farsæll leiðsögumaður á ekki að þurfa að sanna sig fyrir öðrum en farþegum sínum. 

Hvað er „sanngjarnt“? Á hann að sanna hæfni sína í gönguferðum, á skíðum, tungumálakunnáttu sína, rötun, þekkingu á áttavita, félagslega hæfni, þekkingu á útbúnaði í ferðalögum, hversu lausnamiðaður hann er í villum eða í hættulegu landslagi ...? Og fyrir hverjum, einhverjum sem er lakar að sér eða mun betur?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.6.2017 kl. 17:29

3 identicon

Sæll Sigurður

Góðir punktar þarna.

Því ekki að leifa fólki að njóta hæfileika sinna? Svona pólitísk rétthugsun er að gera út að við skynsemi.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 18:33

4 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Vissulega væri alltaf umdeilanlegt hve "sanngjarnt" slíkt mat yrði. Til er svokallað raunfærnimat, þar sem áralöng starfsreynsla á einhverju sviði er metin til eininga í formlegu námsferli. Það sem ég á við með sanngirni er að sett séu upp mjög skýr viðmið um það hvers sé krafist. Einn möguleiki væri svo að menn gætu gengist undir einhvers konar próf án þess að þurfa að sitja löng námskeið ef hægt væri að undirbúa sig sjálfur. Leiðsögumenn taka að sér ýmiss konar ferðir, ekki endilega gönguferðir. Í flestum hótelferðum er varla gengið nema upp að Svartafossi eða niður Almannagjá! 

Ég tók sjálfur próf í frönsku og þýsku til að verða löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi án þess að á þeim tíma væri í boði námskeið til undirbúnings. Ég myndi t.d. telja að afkáralegt væri að krefja löggilta dómtúlka og aðra með háskólagráður í viðkomandi máli um að undirgangast tungumálapróf. En ég myndi gera það án þess að hika ef það yrði ákveðið. En ég hef hingað til af ýmsum ástæðum ekki haft tækifæri til að sitja árslöng námskeið til undirbúnings starfi sem ég hef sinnt síðan 1987. Hjá Endurmenntun H.Í. tekur þetta víst 18 mánuði fyrir utan háan kostnað. 

Ég gæti sem sé hugsað mér að undirbúa mig sjálfur undir slíkt próf ef algerlega væri skýrt í hverju á að prófa. Sambærilegt við bóklega bílprófið. Kannski er það áralöng dvöl í Frakklandi þar sem samkeppnispróf eru sjálfsögð þegar fólk reynir að komast inn í starfsgreinar (Concours). Þessi próf eru ótengd akademískum gráðum, þó stundum séu slíkar skilyrði fyrir að mega taka prófið.

Sæmundur G. Halldórsson , 30.6.2017 kl. 01:31

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Vel skrifað og málefnalega, Sæmundur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.6.2017 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband