Í gamla daga var ónýtum bílum henti í sjóinn

IMG_8659 BÁ ferð minni um daginn að fallegum stað, sögulega merkum, nokkuð langt frá höfuðborginni, lá leið mín með fjöru um lítil nes. Þar blöstu við mér leifar af farartækjum sem greinilega hafði verið komið fyrir þarna í þeirri von að þau hyrfu nú einhvern tímann alveg ofan í sjóinn, bærust helst út á sextugt dýpi eða djúpt í fjörusandinn.

Ekki hefur þetta enn gengið eftir. Sjá má öxla, stuðara, grind og ýmislegt fleira sem ryð fær örugglega grandað ... á nokkrum árhundruðum.

IMG_8660 - Version 2Mér brá nokkuð enda sjaldgæft að sjá svona. Held að enginn í dag myndi nota fjörur eða sjóinn sem ruslakistu.

Nokkrar myndir tók ég en var í öðrum erindagjörðum og staldraði því stutt við. Hafði í raun ekki áhuga á að stoppa lengi á þessum hörmulega stað.

Hér er yfirlitsmynd af lítilli vík, nær því á háfjöru. Svo klippti ég úr myndinni og stækkaði og þar er þetta allt í miklu návígi.

Held að þetta hljóti að vera mjög gamalt, líklega meira en fjörtíu ára. Má vera að þarna sé gamall Moscowiz bíll ef dæma má eftir stuðaranum sem enn ber sitt króm nokkuð vel, sjá þriðju myndina. Er þó ekki viss.

IMG_8658 - Version 2

Svona var nú lenska hér áður fyrr. Sjórinn átti að taka endalaust við en auðvitað gerir hann það ekki. Að sjálfsögðu er ekki heldur neitt ráð að urða málma. Þeir eyðast afar hægt og urðun er ekkert annað en feluleikur.

Nútímamaðurinn veit að best er að endurvinna alla mála og það er ástæðan fyrir því að greitt er skilagjald fyrir bílhræ.

Auðvitað væri réttast að hreinsa þessa fjöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

EInhver sem hefur tæki til að gera þetta ætti að fara um landið og safna brotajárni !

Erla Magna Alexandersdóttir, 1.6.2017 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband