Skammast sín fyrir íslenskuna og kalla gistihúsiđ Lighthouse Inn

Nýtt hótel hefur veriđ tekiđ í notkun í Garđi á Suđurnesjum. Eitthvađ undarlegt er samt viđ ţetta hótel. Ekki ađ ţađ er bjálkahús úr finnsku eđaltimbri eins og segir í frétt í Morgunblađi dagsins. Nei, ţađ er eitthvađ annađ ţví aldrei kom til greina ađ byggja steinsteypt hús.

Eigendurnir eru hörkuduglegir. Ţeir fengu kunnáttumenn til verksins, verkfrćđistofuna Riss, sérstakt íslenskt orđ. Í nćsta nágrenni er veitingahúsiđ Röstin og kaffihúsiđ Flösin og svo er ţarna Garđskagaviti og ábyggilega fleiri fyrirtćki kennd viđ íslenska náttúru

Ţađ eru hörkunaglar sem reisa gistihús fyrir ferđamenn í Garđi og hugsa til allra smáatriđa í byggingunni og rekstrinum. Fengu sex Finna, ramma ađ afli, til ađ reisa húsiđ.

Í fagurri íslenskri náttúru og einstöku umhverfi dettur eigendunum ţađ eitt í hug ađ kalla gistihúsiđ LIGHTHOUSE INN.

Ligthouse inn. Hvađ er eiginlega ađ ţessum brćđrum sem eiga ţetta gistihús og reka? Á íslensku ţýđir Lighthouse einfaldlega Viti. Er engin ćrleg taug í ţeim?

Nei, Viti er ekki nógu gott orđ. Íslenskan nćr auđvitađ ekki ţessum fögru blćbrigđum enskrar tungu sem dregur ađ sér útlenda ferđamenn.

Og auđvitađ sćkja útlendir ferđamenn frekar í ţjónustu sem ber ensk heiti. Ţetta á viđ norđurlandabúa, Ţjóđverja, Frakka, Spánverja, Ítali og jafnvel Kínverja. Í ţokkabót vita allir ađ Bretar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn hafa ekki áhuga á menningu ţeirra landa sem ţeir heimsćkja, vilja bara ástkćra og ylhýra enskuna.

Nei, auđvitađ er ţetta einber aumingjaskapur í eigendum Lighthouse Inn. Ţeir reka naglann í líkistu ţjóđtungunnar rétt eins og eigendur Air Iceland Connect. Ţetta liđ fyrirverđur sig fyrir íslenskuna og ţví er skömm ţeirra mikil.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hin barnalega og hallćrislega dýrkun á enskunni er ömurleg. 

Til dćmis ţegar heyra má í útvarpsfréttum nafn annars af tveimur knattspyrnufélögum Spánar boriđ fram "Ríl Madrid." 

Ómar Ragnarsson, 1.6.2017 kl. 09:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband