Stöndum vörđ um bananann, berjumst gegn eplum ...

oddnýAđför Sjálfstćđismanna ađ skólasamfélaginu á Laugarvatni hófst á síđasta kjörtímabili. Nú sem aldrei fyrr verđa Sunnlendingar ađ standa vörđ um skólana í landshlutanum, ţegar ađ stjórnvöld eru skammsýn og til alls líkleg. Viđ í Samfylkingunni stöndum međ ykkur.

Svo segir í niđurlagi furđulegs pistils eftir Oddnýju Harđardóttur, ţingmanns, fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar.

Oddný er ekki ađdáandi Sjálfstćđisflokksins, hann er vondur ađ hennar mati. Ekkert út á ţađ ađ setja, sumir eru fylgjandi honum ađrir ekki, eins og gengur. Ástćđan fyrir ţví ađ pistillinn skilst illa er ómarkvist og rýrt hjal Oddnýjar um skólanna. Hún segir ekkert í pistlinum annađ en „ađ sjálfstćđisflokkurinn ráđi öllu í málefnum framhaldsskóla landsins“.

Líklega er ástćđan fyrir pistlinum hugsanleg sameining Fjölbrautarskólans viđ Ármúla viđ Tćkniskólann, sem er einkarekinn. Síđarnefndi skólinn varđ til er Vélstjóraskólinn og Stýrimannaskólinn sameinuđust og síđar Iđnskólinn í Reykjavík og nú Tćkniskólinn.

Ekki hefur neitt heyrst um ađ Tćkniskólinn eigi i einhverjum vanda, ekki međ rekstur, fjármögnun eđa námsskrá? Vera kann ađ hann sé bara ómögulegur skóli af ţví ađ hann er ekki rekinn af ríkinu. Ţađ eru hins vegar engin rök.

Oddný alţingismađur kallar ţađ „ađför ađ skólasamfélaginu“ ef skólar eru einkareknir.Takiđ orđalaginu: Ađför ađ skólasamfélaginu, ekki ađ menntun eđa ćsku landsins heldur ađ „skólasamfélaginu“. Furđulegt hvernig hćgt er ađ tala í innihaldslausum klisjum.

Rćđa verđur ekkert betri ţó hún sé búin til eftir uppskrift:

  1. Smávegis af „ađför“
  2. Örlítiđ af „standa vörđ um„
  3. Tvisvar „hćgri stjórn“
  4. Einu sinni „ráđa öllu“
  5. Gott ađ setja međ „fylgitungl í ríkisstjórn“
  6. Nokkrum sinnum „fjölbreytileiki“
  7. Og slatti af „stöndum međ ykkur

Hrćra svo öllu saman og hella á blađ. Ţá er komin grunnur fyrir áróđur.

Í lokin segir Oddný, svo óskaplega trú uppskriftinni: „Viđ í Samfylkingunni stöndum međ ykkur“.

Ţađ er einmitt ţađ. Međ hverjum standa ţessir ţrír ţingmenn og örlitlu fleiri félagar í Samfylkingunni? 

Er búiđ ađ skipta í liđ? Góđu framhaldsskólarnir gegn ... hverjum, Sjálfstćđisflokknum?

Ţetta er eins og ađ skipta um liđ eftir ţví hvort fólki ţyki bananar betri en epli:

Ađför Sjálfstćđismanna ađ bananasamfélaginu er alveg ómöguleg. Nú sem aldrei fyrr verđa landsmenn ađ standa vörđ um bananann ţegar stjórnvöld eru skammsýn og til alls líkleg. Viđ í Samfylkingunni stöndum međ bönunum og berjumst međ öllum ráđum gegn eplum ... sérstaklega rauđum ... og stundum ţeim grćnu og kannski öđrum tegundum. Ó já.

Oft er minnst á hina gullvćgu reglu ađ hugsa áđur en tekiđ er til máls og ekki síđur ađ ţegja ef ekkert er ađ segja. Ţví miđur gleymir Oddný ţessu og pistillinn ber ţess merki.

Ţegar Samfylkingin hafđi glutrađ niđur öllu sínu fylgi í síđustu alţingiskosningum var Oddný í viđtali á visir.is spurđ hvort hörmulegt fylgi flokksins í skođanakönnunum sé vegna stefnu hans. Hún svarađi ţá međ ţeim orđum sem uppi verđa međan Ísland byggist (jafnvel ţó Samfylkingin verđi fljótlega öllum gleymd):

Viđ erum međ bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á ţví.

Sé ţetta rétt voru frambjóđendurnir einfaldlega ekki nógu góđir. Ofangreindur pistill bendir til ţess.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband