Lilja Alfreðsdóttir hefur lært trikkin af Svandísi og Katrínu

Lilja Alfreðsdóttir kom seint en beint inn í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og sat sem slík á þingi. Hún vakti athygli fyrir málefnalegan málflutning og sigldi listilega milli skers og báru þegar hrunið varð í forystu flokksins hennar. Hún var elskuð og dáð af fólki sem þekkti hana ekki.

Nokkru síðar varð flokkurinn fyrir fylgishruni í þingkosningum og varð hann um leið óstjórntækur. Raunar vildi enginn hann sem þriðja hjól undir vagni ríkisstjórnar. Svo rammt hvað af þessari andúð að ekki einu sinni vinstri flokkarnir vildu fá hann með sér í ríkisstjórn þeirra og því situr ekki vinstristjórn hér að völdum.

Núna virðist sem vinstri flokkarnir hafi fyrirgefið Framsókn og í staðinn hefur Lilju verið kennt að sitja og standa sem stjórnarandstöðuþingmaður. Hún hefur lært öll trikkin og tileinkað sér talsmáta stjórnarandstöð og lítið virðist vera eftir af hinni skeleggu konu sem sat skamma hríð í stóli utanríkisráðherra. 

Nú virðist hún vera orðin einhvers konar samblanda af Svandísi Svavarsdóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Þetta er fjarri því að vera hrós.

Þær tvær síðastnefndu hafa þannig ólund að vart er boðinn góður dagur. Allt er ómögulegt, vitlaust og leiðinlegt af því að þeim hefur hlotnast það hlutskipti að vera í stjórnarandstöðu. Þjóðin þekkir þessar konur, man eftir þeim í ríkisstjórn og sú reynsla var síst af öllu góð. Hægt er að nefna fjölda dæma um hroka og yfirlæti þeirra og þáverandi stjórnarmeirihluta. 

Hún Lilja Alfreðsdóttir hefur nú sótt lærdóm til þessara tveggja en það kostaði talsvert. Hún þurfti að fórna eigin ályktunarhæfni fyrir trikkin.

Hlægilegasta dæmið er að Lilja kallar það kosningasvik að Viðreisn og Björt framtíð hafi ekki náð að sannfæra Sjálfstæðisflokkinn um inngöngu í Evrópusambandið.

Með því að hafa hausavíxl á sannleikanum má eflaust halda þessu fram. Þá snögglega lengist listi Framsóknarflokksins í kosningasvikum. Og þeir sem áður elskuðu hana og dáðu í fjarlægð sjá nú allt aðra mynd af konunni.

Ansi er ég hræddur um að sá málflutningur sem þessir örfáu Framsóknarmenn eru óðum að ná valdi á verði þeim ekki til fylgisaukningar. Þvert á móti. Og sumir munu ábyggilega bæta við að það sé lítill skaði þó slíkur kjaftaflokkur hrökklist í sama eldspýtustokk og Samfylkingin, með eða án forystu.


mbl.is Þetta kallast kosningasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband