Hross sem skemma göngustíga og kúka á ţá

DSC_1236Tveir hópar ćttu aldrei ađ sjást í Heiđmörk, ţeirri yndislegu paradís fyrir útivistarfólk. Annars vegar eru ţađ vélhjólapeyjar og hins vegar hestamenn. Sem betur fer eru báđir ţessir hópar frekar sjaldgćfir á göngustígum en ţó hef ég rekist á ţá báđa mér og fleirum til mikils ama.

Göngustígar í Heiđmörk eru ekki fyrir vélhjól, ţau eyđileggja ţá, spćna ţá upp.

Reiđhjólkafólkiđ skemmir hins vegar lítiđ. Flestir fara varlega og sumir syngja í kröppum blindbeygjum. Slíkt hjálpar nema ţeim sem halda ađ skylt sé ađ loka augunum og taka undir. Ţeir lćra ţó af reynslunni.

Hestar eiga ekki ađ vera á göngustígum í Heiđmörk. Ţeir tćta göngustígana upp og gera göngufólki, hlaupurum og jafnvel hjólafólki erfitt fyrir.

DSC_1239Ég var í Heiđmörk í dag og tók ţá ţessar myndir. Hófaförin leyna sér ekki. Mölin í stígnum hafđi rótast upp og viđspyrnan fyrir göngumanninn var ţung. Tek ţađ fram ađ ţetta var eins á einum legg af mörgum, ţó er hann um 1,5 km.

Einu sinni mćtti ég reiđmanni á afar ţröngum göngustíg í Heiđmörk. Hann var einstaklega kurteis, sagđi ţó ekki orđ, nikkađi eins og viđ vćrum kunningjar. Hesturinn var hofmóđugur, lét sem hann sći mig ekki, hvađ ţá ađ hann bćri kennsl á mig, sem hefđi líklega veriđ skrýtiđ.

Annar okkar ţurfti snögglega ađ vćgja og hrökklast út í lúpínuna. Lesandinn má geta hvor okkar ţađ var.

Svo hurfu báđir bókstaflega út í buskann en um leiđ sýndi annar ţeirra göngumanninum ţá fyrirlitningu ađ kúka hressilega á stíginn. Viđ ţví átti ég ekkert svar, var bara orđlaus, sem gerist stundum. Ţá fannst mér kominn tími til ađ fara heim.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heiđmörkin er yndisleg og nćrri ţéttbýlinu. Paradís fyrir fáa sem kunna vel ađ meta. Nú međ fuglasöng smáfugla og vinalegri rjúpu ađ fara úr vetrabúningi. Hestamenn eru međ sínar götur og oftast betur gert viđ ţá en göngufólk. Hjólreiđamenn eru mest á malbikinu. Ef ţeir fara of hratt getur mađur oftast međ handahreyfingum látiđ ţá vita. Ţú ćttir ađ tala viđ hestamenn á stađnum ef ţér mislíkar.

Sigurđur Antonsson (IP-tala skráđ) 21.5.2017 kl. 07:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband