Vinstra liðið í borgarstjórn svínar á akandi umferð

Vinstri meirihlutinn í Reykjavík stundar tilraunastarfsemi með umferð bíla í höfuðborginni. Lokun Miklubrautar að hluta er eitt dæmi um það. Næst kemur að lækka hámarkshraðann til að draga enn meira út umferð. Markmiðið er að umferðarhraði sé hinn sami og hjólandi fólks og helst minni. Þá leggi fólk bílnum og dragi fram hjólið.

Getur engum spekingum hjá Reykjavíkurborg dottið í hug nein önnur aðferð en að loka heilli akrein meðan verið er að búa til nýja fyrir strætó? Nóg er samt olnbogarýmið til framkvæmdanna.

Þetta er fyrst og fremst heimskuleg aðgerð. Akreinina fyrir strætó hefði verið hægt að vinna norðan frá. Um leið og sú akrein er tilbúin hefði mátt nota hana til að klára göngustíg og hjólabraut. Láta báðar akreinar ósnertar. Vinna með viti ekki striti.

Nei, auðvitað er þetta ekki hægt. Miklu skemmtilegra að stoppa helv... bílana og tefja fyrir fólki. Já gerum Reykjavík að borg fyrir strætó, hjólreiðar og göngu með því að svína á þeim sem kjósa bílinn.

Dettur einhverjum í hug að þetta verði til þess að fleiri leggi bílnum og taki fram hjólið?

Varla, þetta er hins vegar enn einn naglinn í líkistu borgarstjórnarmeirihlutans.


mbl.is Miklar tafir á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta neitt annað en kláran fíflagang. Greinilega engin takmörk fyrir dellunni, sem þessi borgarstjórnarmeirihluti getur látið sér til hugar koma. Flest hugsað og síðan unnið út um rassgatið á sér.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.5.2017 kl. 17:34

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þau eru ekki í lagi hjá orginni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2017 kl. 17:35

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Miklabraut flokkast sem þjóðvegur í þéttbýli og heyrir undir  Vegagerð ríkisins.  Hefur Vegagerðin samþykkt þessar þrengingar?

Kolbrún Hilmars, 8.5.2017 kl. 17:45

4 identicon

Innbyggjar virðast vera í það minnsta hálfri öld á eftir nágrannaþjóðum hvað varðar notkun bílsins. Enn er skrjóðurinn statussymbol á skerinu og allt skal víkja fyrir vegum og bílastæðum. Á næsta ára ætlar t.d. Basel borg (Sviss) að setja milljarða í nýjar reiðhjólabrautir. Markvisst er unnið að því að koma fólki í almenn samgöngutæki með því að minnka framboð á bílastæðum. Færri bílastæði, minni umferð. Ergo; minni útblástur, minni hávaði, „höhere Lebensqualität.“

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 18:51

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Hvaðan kemur þekking þín á vegaframkvæmdum og hvernig hægt er að framkvæma þær án þess að loka eða þrengja götur. Þú talar hér eins og þú hafir meiri þekkingu á þessu heldur en verkfræðingar vegagerðarinnar.

Kolbrún. Vegagerðin stendur að þessari framkvæmd með borginni. Þeir skipta kostnaðinum á milli sín og því hafa þeir aðilar báðir staðið að útboði á verkinu með verklýsingu og öllu sem tilheyrir.

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2017 kl. 19:39

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, Sigurður M. Grétarsson ... Hvað er þekking og hvaðan kemur hún? Gagnrýni þín á gagnrýni mína er ábyggilega heilsteypt og góð, en hvaðan hefur þú þá þekkingu að þú getir gagnrýnt aðra fyrir gagnrýni þeirra. ... Þetta er nú meira bullið hjá mér, kæri nafni. Eftir stendur hvað er þekking?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.5.2017 kl. 20:24

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góður punktur hjá þér, Haukur Kristinsson. Ég stundaði hjólreiðar í borginni í nokkur ár. Gafst upp vegna slæmra hjólabrauta, kominn tími til að bæta aðstöðuna. Hins vegar er yfirgangurinn og frekjan í meirihlutanum í Reykjavíkurborg ekki til þess fallin að hvetja til aukinna hjólreiða og gönguferða.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.5.2017 kl. 20:27

8 identicon

Já, svona er að hafa fábjána í meirihluta í borgarstjórn. Og minnihlutinn lætur þessa heimsku viðgangast.

Og það er ekkert launungamál, að þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins eru hundóánægðir með Halldór Halldórsson sem lætur Dag & vitleysingana hans komast upp með þetta án þess að koma með neinar mótbárur. Halldór og Kjartan gætu allt eins verið heima hjá sér.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.5.2017 kl. 20:49

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Einhver ömurlegasti minnihluti, sem setið hefur á landsvísu, hvort heldur í bæjar eða landsstjórn, er minnihluti sjálfstæðismanna, í Reykjavíkurborg, undanfarin ár, undir stjórn gnarrsins, krulla og hjálmsins. Litlausara og nánast einskisáberandi andstöðuafl í pólitík hefur ekki verið til, svei mér þá. Gjörsamlega steingelt og heyrist ekkert í því. Hvar byrja skal á endurnýjun þessa þögla, eða orðlausa og "dont give a shit" minnihluta, er ekki gott að segja. Það er allavegana ljóst að ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að ná vopnum sínum á ný, í borginni, þarf að rýmka verulega reglurnar um innáskiptingar. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 9.5.2017 kl. 05:22

10 identicon

Þvílíkt bull er þessi pistill þinn Sigurður, það er ekki eins og að meirihlutinn í borgini standi fyrir þessum framkvæmdum eða það sé Dagur B sem stjórni framkvæmdum, þetta er allt á hendi vegagerðarinnar því Miklabraut er þjóðvegur í byggð og þar með er ábyrgðin hjá Jóni Gunnarsyni ráðherra.

Annars er ég mjög hlynntur þessum framkvæmdum, um að gera að færa strætó yfir á sér akrein og búa til góða hjólreiðastíga og göngustíga. Ég legg til að fólk noti tækifærið á meðan á þessu framkvæmdum stendur og taka fram gönguskóna eða reiðhjólið og fái sér góða hreyfingu fram í Ágúst.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 08:46

11 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Satt er það, Helgi Jónsson, meira hvað maður bullar. Sárt til þess að vita að ruglið í mér trufli þig.

Annars er ég sammála þér, framkvæmdin er brýn þó útfærslan sé afleit. Skyldi hann Dagur vita af þessum handarbaksvinnubrögðum ef það er Vegagerðin sem stendur að þessum ósköpum. EF ekki þá er borgarstjóri eitthvað annars hugar fyrir hönd borgarbúa. Það er ekki í fyrsta sinn.

Og blessaður vertu, Ágúst. Hjólaðu sem mest og gakktu þess á milli. Ekki nota þessar framkvæmdir sem afsökun.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.5.2017 kl. 08:52

12 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það ekki til stafur um þessa framkvæmd í framkvæmda fréttum vegagerðarinnar. Þar með er fullvíst að Borgin sjái alfarið um og stjórni þessum framkvæmdum, ríkið borgar.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.5.2017 kl. 09:15

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Ég bara spurði þig hvaðan kemur þín yfirburðarþekking sem er meiri en þekking þeirra verkfræðinga sem að þessari framkvæmd standa sem hafa ekki fundið leið til að standa að þessum framkvæmdum án þess að það hafi í för með sér umferðatafir.

Hérna er mjög góð grein sem fjallar um vælið í sumu liðinu hér.

https://www.facebook.com/bjorn.teitsson/posts/10155332894847010?pnref=story

Þetta minnir á hvíta, krisna miðaldra karlmenn sem hafa alla tíð notið forréttinda en væla svo um árásir á sig þegar það á að taka forréttindin af þeim til að gæta meira jafrnæðis.

Sigurður M Grétarsson, 9.5.2017 kl. 10:03

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll nafni. Þetta er aldeilis fín grein hjá honum Birni Teitssyni. Er eiginlega sammála flestu. Um það fjallar þó ekki pistillinn minn. Hann fjallar um handarbaksvinnubrögð.

Í stað þess að þýfga mig um hvaðan ég hafi mína þekkingu ættirðu að líta á það sem ég nefni að gera ætti í stað þess að þrengja götuna. Mesta heimskan er að dæma hugmyndir út frá þeim sem þær hafa, líta ekki á rökin.

Svo er það þetta með kristna, miðaldar karlmenn ... Þetta er óskiljanleg samsuða.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.5.2017 kl. 10:14

15 identicon

Vegagerðin gerir ekkert í borginni án samþykkis borgarinnar.

Þess vegna hefur ekkert orðið úr ýmsum samgöngubótum sem vegagerðin hefur viljað ráðast í, en borgin hefur litið öðruvísi á málin og á því hefur stoppað.

Auðvitað væri gott að þeim sem geta og vilja hjóla verði gert það auðveldara (jafnvel mikið auðveldara), en það er samt varhugavert, og í reynd óraunhæft, að bera notkunina saman við (stór)borgir með annars konar veðurfar og jafnvel (í mörgum tilvikum) mun flatara landslag.

ls (IP-tala skráð) 9.5.2017 kl. 10:39

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Verkfræðingarnir sem að þessari framkvæmd koma eru ekki að loka götum að gamni sínu. Þeir hafa því væntenlega komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að vinna þessa framkvæmd án þess að tefja umferð eða að það sé of kostnaðarsamt að hafa þann hátinn á. 

Is. Veðurfar og flatlendi hefur vissulega sitt að segja en er ekki úrslitaatriði varðandi hjólreiðar. Það hefur til dæmis sýnt sig víða í norður Noregi þar sem töluvert er hjólað. Þetta hefur fyrst og fremst með innviði til hjólreiða að gera. Það er aðstæður og þar með öryggi hjólreiða og síðan þjónustu á borð við snjómokstur og fleira. Þar sem innviðir eru góðir hjóla margir að mestu óháð veðurfari.

Sigurður M Grétarsson, 9.5.2017 kl. 13:13

17 Smámynd: Einar Karl

Ég held ekki að bórgarstjórnarfulltrúar séu neitt að fást um það HVERNIG gatnagerðarverktakar vinni sín verk, svona praktískt.

Einar Karl, 10.5.2017 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband