Er verðlækkun á markaði Costco að þakka ...?

Hag­stæðara gengi, toll­aniður­fell­ing­ar og lægra inn­kaupsverð ger­ir þessa lækk­un mögu­lega og gagn­sæið í verði og vöru­fram­boði verður hér eft­ir mun betra. Dekk eru eitt­hvað sem við þurf­um flest á að halda og það á ekki að vera flókið ferli að verða sér úti um þau.

Þetta segir framkvæmdastjóri Sólningar og í fölskvalaustri gleði sinni yfir aðstæðum býður hann okkur neytendur njóta aðstæðna í lægra verði á hjólbörðum.

Mikið óskaplega fagnar maður allri þessari breytingu. Hjólbarðar lækka í verði, risastór sjónvörp eru komin á verð sem smásjónvörp voru á fyrir ári eða tveimur. Bráðlega lækkar matvaran enn meira í verði og svo koll af kolli.

Hvað er eiginlega að gerast? Maður hneigir sig í auðmýkt fyrir verslunarrekendum sem lækka verð í öfugu hlutfalli við hækkandi sól.

Hvað veldur þessari neytendavænu aðgerð? Ég veit ekki. Hef ekki hugmynd.

Læt mér ekki detta það eitt augnablik í hug að verðlækkunin séu vegna þess að bandaríska fyrirtækið Costco ætlar að opna verslun hér á landi í lok maí og þar verða meðal annars seldir hjólbarðar, sjónvörp, húsgögn og ekki síst matvæli af ýmsu tagi. 

Hins vegar er ég sannfærður um að samkeppni á markaði kemur neytendum alltaf til góða ... nema því aðeins að samráð sé um verðlagningu.

Svo veit ég líka að margir njóta útiveru og fyrir einskæra tilviljun liggja stundum leiðir saman í Öskjuhlíð.


mbl.is Sólning lækkar verð um allt að 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Það er allavega álit margra, er ekki bara besta mál að það verði alvöru samkeppni í versluninni hér á Íslandi? en viðbúið er að séu þessar verðlækkanir eingöngu vegna komu Costco inn á Íslenskan verslunarmarkað  þá er nokkuð ljóst að gagnger uppstokkun á eftir að verða í versluninni hér og hætt við að margar núverandi verslanir lifi þær breytingar ekki af. 

Hrossabrestur, 10.4.2017 kl. 20:20

2 identicon

Ég held að það sé frekar póstverslun.  Ég verslaði t.d. dekk frá camskill.co.uk undir jeppa.  Áttu að kosta um 250 þús hjá bílabúð benna en ég fékk þau 3 dögum eftir pönntun á 137 þús.  Með tollum og fluttningi.  Mér var sagt að TNT væri að flytja inn mörg tonn af dekkjum á viku.  Þeir einfalslega verða að lækka eða hætta í viðskiptum.

Þorfinnur Eggertsson (IP-tala skráð) 10.4.2017 kl. 20:50

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Held að þetta sé rétt hjá þér, „Hrossabrestur“.

Þorfinnur, ég gleymdu auðvitað að nefna póstverslunina. Skil ekkert í því, nota hana sjálfur. Athyglisverðar tölur hjá þér.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.4.2017 kl. 23:28

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað er þessi verðlækkun nú að stórum hluta Costco að þakka, Sigurður. Gengið er ekki að lækka akkúrat núna, né skattar að lækka. Ef það væri ástæða þessarar verðlækkunar, ætti hún að vera komin til framkvæmda fyrir nokkru síðan. Hins vegar styttist óðum í að Costco opni hér á landi.

Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem við sjáum svona lækkanir og alltaf hefur verið hægt að tengja það við væntanlegan samkeppnisaðila, sem lofar lágu verði. Má þar t.d. nefna Atlantsolíu og Bauhaus, svo einhver dæmi séu tekin.

Alltaf hefur markaðurinn jafnað sig, markaðslögmálið ráðið. Og þar sem við erum svo fá og erum stödd á eyju langt norður í Atlantshafi, hefur það lögmál hlýtt versluninni.

Verðmunur á eldneyti er hverfandi, þó vissulega sé Atlantsolía þar oftast með lægsta verðið, svona 5-10 aurum undir þeim næsta, þegar best getur. Og við búum enn við eitthvað hæðsta eldsneytisverð í heimi!

Bauhaus hefur verið duglegt við að "leiðrétta" sitt verð og nú svo komið að fáar vörur fást þar ódýrari en hjá samkeppnisaðilum. Ekki að verð á byggingavörum sé svo ofboðslega hagstætt hér á landi, þvert á móti.

Það ber vissulega að fagna því þegar erlendir aðilar ákveða að taka þá áhættu að setja hér upp stórverslun. En er sú áhætta í raun einhver? Þessir aðilar sjá hvílík firra ríkir í álagningu verslana á Íslandi. Smá fórnarkostnaður í upphafi, þar sem ágóðinn er kannski ekki eins mikill, er lítið gjald til að komast inn á þennan okurmarkað. Síðar skilar sá fórnarkostnaður sér, eftir að viðkomandi verslun hefur "leiðrétt" sig við íslenskan markað.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2017 kl. 08:13

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gengið er ekki að hækka .... , átti auðvitað að standa þarna

Gunnar Heiðarsson, 11.4.2017 kl. 08:15

6 identicon

Verð á olíu og bensíni er reyndar bara mjög skaplegt hér miðað við löndin sem við miðum okkur við og rukka veggjöld í verðinu.  Annars væri betra að rukka miðað við notkun en það er náttúrulega einvfaldast að gera það í olíunni.  Varðandi rafbíla þarf að hafa mánaðargjald sem væri þá stillt í hóf, enda viljum við orkuskipti vegna þjóðhagslegra ávinninga.

http://data.worldbank.org/indicator/EP.PMP.SGAS.CD?year_high_desc=true

Þorfinnur Eggertsson (IP-tala skráð) 11.4.2017 kl. 10:08

7 Smámynd: Óskar

Þetta fer allt í sama farið þegar stjórnendum costco verður boðið í Öskjuhliðina.

Óskar, 11.4.2017 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband