Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Hrikalega fáir sjómenn greiða atkvæði
19.2.2017 | 21:21
Aðeins 54% sjómanna greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning við útgerðarmenn. Það er stórfurðulegt að ekki skuli fleiri hafa kosið. Reyndar er það út í hött að launþegum sé ekki skylt að greiða atkvæði um kjarasamning.
Af 2.214 manns sem voru á kjörskrá samþykktu 623 samninginn en 558 voru á móti.
Það eru engin smáræðis hagsmunir undir í þessari launadeilu, ekki aðeins fyrir sjómenn og útgerðamenn, heldur fyrir fjölda annarra fyrirtækja og launþega.
Um 28% sjómanna samþykktu samninginn. Hefði það verið réttlætanlegt ef 28% sjómanna hefðu hafnað honum?
Svona aðferðafræði er verulega biluð.
Samþykktu samninginn naumlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 9
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 1644710
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er galli lýðræðisins en það er ekki hægt að skylda fólk í frjálsu samfélagi til að greiða atkvæði og ekki heldur að segja að 72 prósent hafi verið á móti samningnum af því að aðeins 28% ljáðu þeim atkvæði.
Enginn veit hvernig þeir, sem komu ekki á kjörstað, hefðu greitt atkvæði.
Þeir, sem ekki greiddu atkvæði, ákváðu með því að láta aðra um að taka ákvörðun í því fyrir sig.
Þess vegna er rangt að flagga alltaf prósentutölu miðað við alla á kjörskrá og véfengja með því úrslitin.
Ef það er gert greiddi minnihluti á kjörskrá atkvæði með því að Ísland yrði frjálst og fullvalda ríki 1918 og sömuleiðis hafa allir forsetar Bandaríkjanna verið kosnir með minnihluta þeirra, sem voru á kosningaaldri.
Ómar Ragnarsson, 19.2.2017 kl. 23:50
Rétt, Ómar. Miðað við alla þá hagsmuni sem eru í húfi er þetta samt verulega biluð aðferðafræði.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.2.2017 kl. 23:55
Upphafssetningu Òmars er haegt ad hafa um allar kosningar. Medal annars um stjornarskrarkosninguna og kjôr thriggja sìdustu forseta lydveldisins.
Kjôrsòknin var hôrmuleg hjà sjòmônnum, thad er rètt og àhyggjuefni ì sjàlfu sèr. Samningurinn var hinsvegar samthykktur um midnaetti à laugardegi og kosning stòd mjôg stutt à sunnudeginum.
Godar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 20.2.2017 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.