Hrikalega fáir sjómenn greiða atkvæði

Aðeins 54% sjómanna greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning við útgerðarmenn. Það er stórfurðulegt að ekki skuli fleiri hafa kosið. Reyndar er það út í hött að launþegum sé ekki skylt að greiða atkvæði um kjarasamning.

Af 2.214 manns sem voru á kjörskrá samþykktu 623 samninginn en 558 voru á móti. 

Það eru engin smáræðis hagsmunir undir í þessari launadeilu, ekki aðeins fyrir sjómenn og útgerðamenn, heldur fyrir fjölda annarra fyrirtækja og launþega.

Um 28% sjómanna samþykktu samninginn. Hefði það verið réttlætanlegt ef 28% sjómanna hefðu hafnað honum?

Svona aðferðafræði er verulega biluð.


mbl.is Samþykktu samninginn naumlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er galli lýðræðisins en það er ekki hægt að skylda fólk í frjálsu samfélagi til að greiða atkvæði og ekki heldur að segja að 72 prósent hafi verið á móti samningnum af því að aðeins 28% ljáðu þeim atkvæði.  

Enginn veit hvernig þeir, sem komu ekki á kjörstað, hefðu greitt atkvæði.  

Þeir, sem ekki greiddu atkvæði, ákváðu með því að láta aðra um að taka ákvörðun í því fyrir sig. 

Þess vegna er rangt að flagga alltaf prósentutölu miðað við alla á kjörskrá og véfengja með því úrslitin. 

Ef það er gert greiddi minnihluti á kjörskrá atkvæði með því að Ísland yrði frjálst og fullvalda ríki 1918 og sömuleiðis hafa allir forsetar Bandaríkjanna verið kosnir með minnihluta þeirra, sem voru á kosningaaldri. 

Ómar Ragnarsson, 19.2.2017 kl. 23:50

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt, Ómar. Miðað við alla þá hagsmuni sem eru í húfi er þetta samt verulega biluð aðferðafræði.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.2.2017 kl. 23:55

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Upphafssetningu Òmars er haegt ad hafa um allar kosningar. Medal annars um stjornarskrarkosninguna og kjôr thriggja sìdustu forseta lydveldisins.

Kjôrsòknin var hôrmuleg hjà sjòmônnum, thad er rètt og àhyggjuefni ì sjàlfu sèr. Samningurinn var hinsvegar samthykktur um midnaetti à laugardegi og kosning stòd mjôg stutt à sunnudeginum.

Godar stundir, med kvedju ad sunnan.  

Halldór Egill Guðnason, 20.2.2017 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband