Jarðskjálfti og léleg landafræðiþekking

DVTrúgirni er neikvætt orð og í eðli sínu slæmt. Hér áður fyrr trúði ég hverju orði sem birtist í dagblöðum en nú er ég gætnari. Til dæmis veit ég hvar Þingvellir eru en blaðamenn DV vita það ekki, því miður.

Þá er spurningin hvernig maður bregst við „frétt“ í DV sem segir að Þingvellir séu sunnan við Þingvallavatn. Mér er eiginlega ekki hlátur í huga heldur miklu frekar harmur. Hvað er raunarlegra en fjölmiðlungur sem þekkir ekki landið sitt og kann ekki að skrifa ... og er svo fljótfær að hann leitar ekki heimilda?

Enginn jarðskjálfti varð í dag á Þingvöllum þó svo að fyrirsögn í vefritinu dv.is haldi því fram. Raunar segir í fréttinni að jarðskjálftinn hafi verið sunnan vatnsins og hefði það eitt átt að geta aðvarað blaðamanninn. Nei, hann tók ekki eftir því. Líklega er hann svo menntaður sem margir aðrir að hann telji að völlurinn sem þingið var forðum háð sé allt í kringum vatnið sem við hann er kennt.

JarðskjálftarNóg um það. Stór jarðskjálfti varð í Grafningi, norðaustan við Hengil og sunnan við Þingvallavatn. Þetta eru um tuttugu km í beinni loftlínu sunnan við Þingvelli. Þeir 

Upptök skjálftanna eru á sniðreksbelti sem kennt er við Reykjanes og er það austasta af sex eldstöðvakerfum og er það kennt við Hengil og hefur sprungustefnu upp í Langjökul. 

Vestan við sprungukerfið færist landið til vesturs en hinum megin til austurs.

Í jarðskjálftahrinunni í morgun urðu þarna um 37 skjálftar, þar af þrír stórir, 2,8 stig, 2,0 stig og loks sá stærsti 3,7 stig.

Litlar líkur benda til þess að um sé að ræða eldivirkni, miklu frekar afleiðing spennu sem hefur myndast við jarðskjálfta á undanförnum misserum í hinum eldstöðvakerfunum Reykjaness. Á þessu svæði er fjöldi sumarhúsa og má búast við að þeir hafi skolfið talsvert.

 


mbl.is Skjálfti upp á 3,8 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Jarðskjálfti virðir ekki landamerki né skóla-útreikninga-gráður fréttaflutningafólks.

Ég sagði í útúrsnúninga-gríni mínu í dag, að nú þyrfti maður að drífa sig í skoðunarferð um þrengslin og hengilinn, til að ná þeim landsins perlum enn einu sinni á sjónminnið, áður en allt færi í klessu á þeim slóðum.

Það vill svo vel til að ég hef ennþá tiltækan einhvern snefil af kæruleysislegri gamansemi og útúrsnúninga-húmornum mínum. Þökk sé vel skaffandi almættinu fyrir það léttlyndið, á köflóttum jarðskjálftanna lífsins skólaveginum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.1.2017 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband