Innihaldslaust tal um framsýn í viðræðum
12.12.2016 | 11:39
Hún segir fjóra af fimm flokkum vera mjög samstíga og framsýna í viðræðunum.
Hér er undarlega að orði komist hjá Björtu Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, í viðtali við mbl.is. Hún á væntanlega við að sá flokkur sem er ekki samstíg í viðræðunum sé þá ekki framsýnn, jafnvel bölvað afturhald.
Svona talsmáti er varla boðlegur. Fyrir nokkrum árum var talað um að bæta umræðuhefð í íslenskum stjórnmálum. Það hefur ekki gengið eftir vegna þess að nýir þingmenn gefast fljótt upp á rökum og taka þess í stað að stunda blammeringar og leiðindi.
Björt reynir að niðurlægja annan flokk, ekki með rökum heldur sleggjudómi. Hann er ekki framsýnn flokkur.
Hvað merkir það að vera framsýnn flokkur? Ekkert, að minnst kosti ekki á þessari stundu. Þetta er bara svona innihaldslaust tal sem hefur þá eina þýðingu að gera lítið úr öðrum.
Ef þú ætlar að gera lítið úr öðrum í stjórnmálum notaðu þá rök. Smá húmor saka hins vegar ekkert.
Fjórir af fimm flokkum samstíga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tala bara Íslensku. VG er bölvað afturhald, svipað og framsókn og sjálfstæðisflokkur enda held ég að ef fimmflokkastjórnin gangi ekki upp þá blasir við afturhaldsstórn þessara þriggja flokka.
Óskar, 12.12.2016 kl. 11:52
Sigurður
Þetta er vegna þess að það hefur of lítið/ekkert breyst í hinni pólitísku umræðu. Enda er alveg ljóst að þetta er ekki að ganga hjá þessum flokkum.
Bjarki (IP-tala skráð) 12.12.2016 kl. 12:30
Sammála pistlinum. Merkingarlaust yfirborðstal. Já hvað þýðir að vera framsýnn? Svo er ekkert eftirsóknarvert við samstíga stjórnmálamenn.
Elle_, 12.12.2016 kl. 19:29
Vil bæta við frábærri lýsingu úr pistli Styrmis Gunnarssonar: Segja má að sú niðurstaða mundi sýna að flokkar á miðju og vinstri kanti væru gagnslausir, þegar kæmi að landstjórninni.
Elle_, 12.12.2016 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.