Er heilbrigðiskerfið í rusli vegna 6% skorts á rekstrarfé?

Heilbrigðiskerfi landsins er ekki þess megnugt að sinna hlutverki sínu vegna langvinns fjársveltis, sem eitt og út af fyrir sig hefði nægt til þess að lama það, en hefur líka getið af sér glundroða sem hefur bætt gráu ofan á svart og heimtar endurskipulagningu kerfisins.

Hrópandanum, mótmælandanum, gagnrýnandanum er oft svo mikið niðri fyrir að hann alhæfir. Þar af leiðir að skortur á röksemdum nýtist ekki málstaðnum og upphlaupið missir oft marks.

Heilbrigðiskerfið er í rusli ...

Velferðarkerfið hefur verið vanrækt ...

KáriÚthald sumra svo mikið að síendurteknar voðayfirlýsingar gætu verið haft áhrif, svipað eins og að vatnið holar steininn. Þar með þarf það ekki að vera rétt sem í síbyljunni felst.

Hún gæti verið kolröng, hún gæti verið röng að hluta og hún gæti einfaldlega verið hálfsannleikur og þar af leiðandi ekkert að marka hana.

Einhvern veginn hlustar maður samt alltaf á Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann er vel máli farinn, sannfærandi, röfastur of með ágætt skopskyn. Ég hallast oft að því að trúa manninum rétt eins og svo margir aðrir, ekki síst þegar hann birtist á sjónvarpsskjám. Ekki er þó allt satt þó hann tali eins og „besserwisser“.

Ofangreindar tilvitnanir eru úr grein eftir Kára í visir.is. Hann fer þar ekki með rétt mál, fjarri því.

Heilbrigðiskerfi landsmanna er í ágætu standi. Það kann að vanta fjármagn inn í það. Á móti kemur hins vegar krafa um að stjórnendur þess gæti aðhalds í rekstri. Um það ræðir Kári Stefánsson aldrei í greinum eða viðtölum. Hann, eins og svo margir aðrir, krefst alltaf meira fé úr ríkissjóði. Það er léttara en að gæta ítrasta aðhalds í rekstri eða benda á það sem mætti spara.

Aldrei nokkurn tímann heyrist sagt: Heyrið, kæru stjórnendur, hvernig væri nú að þið hélduð ykkur við fjárhagsrammann ...

Eða er rekstur heilbrigðiskerfisins svo ólíkur öðrum rekstri að þar séu öll útgjöld bráðnauðsynleg og ekkert megi lagfæra? Öll líkindi benda til að svo sé ekki.

Og hvers vegna segi ég að heilbrigðiskerfið sé í lagi? Jú, vegna þess að ég hef reynt það sjálfur. Það gagnaðist mér. Segjum sem svo, vegna rökræðunnar, að það hafi ekki gagnast einhverjum örðum. Hver gæti ástæðan verið? Varla sú að starfsfólkinu sé ekki greidd nógu há laun, ekki vegna þess að tæki vantar á spítalanum, heilbrigðisstofnuninni eða heilsugæslunni, ekki vegna þess að húsakynnin séu ekki nógu góð, þau séu ekki hituð upp, ekki vegna þess að aðkoman að húsinu sé slæm. 

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkissstjórnarinnar telur forstjóri Landsspítalans að tólf milljarða vanti upp á að starfsemi sé fjármögnuð að fullnægjandi hætti.

Ágæti lesandi, hvernig getur það verið að stofnun sem árlega veltir 200 milljörðum króna skuli vera í hrikalegum vanda vegna 12 milljarða?

Sé Landspítalinn ekki þess megnugur að sinna hlutverki sínu vegna þess að það vantar 6% upp á að rekstrarfé þess sé nægilegt þá er eitthvað að. Hér þarf einfaldlega að skoða rekstrarlega þætti Landspítalans.

Heilbrigðiskerfið er ekki í rusli. Það verður hins vegar að gera það sem það getur til að láta enda ná saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband