Katrín, fyrir og eftir kosningar

Sko, við lofum að hækka bætur fyrir öryrkja, lífeyri aldraða, margfalda framlög til heilbrigðismála, hækka laun kennara, leggja stóraukið fé til samgöngumála, hjálpa öllum þeim sem eiga bágt, setja peninga í skóna úti í glugga og bara alls kyns gott fyrir alla nema suma.

Sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ekki eitthvað á þessa leið fyrir nokkrum vikum?

Ha, hvað segirðu? Eru ekki peningar í ríkissjóði til að gera þetta allt. Og við sem lofuðum öllu fögru fyrir kosningarnar. Æ, æ ... þá verðum við bara að gera eitthvað minna (sko ... nema við hækkum leggjum aukna skatta á laun yfir 400.000 krónur).

Sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ekki eitthvað á þessa núna eftir kosningar? 

 


mbl.is „Hefðum átt að geta náð saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jú, jú, en er þetta ekki sósíalismi andskotans, í sinni tærustu mynd? Eyða fyrst, en sækja síðan herkostnaðinn eitthvað út í buskann.....

Það er ekki nóg að brosa, gretta sig og geifla. Skuggi Þistilfjarðarkúvendingsins skín ávallt í gegn.

 Góðar sturndir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.11.2016 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband