Formaðurinn á að segja af sér formennsku og þingmennsku

Af hverju er Oddný ekki búin að axla ábyrgð og segja af sér? Formaður, sem missir 2/3 þingmanna sinna, á að segja af sér. Hún á líka að segja af sér þingmennsku og láta varamann taka sæti sitt. Hefur ekkert með Oddnýju að gera sem einstakling, heldur eingöngu að hún er formaður.

Þetta segir Marinó G. Njálsson á Facebook-síðu sinni. Mikið er til í þessu en fáir ræða stöðu Samfylkingarinnar, líklega vegna vorkunnar.

Einn skrifar athugasemd og nefnir að Samfylkingin gæti hreinlega sameinast Vinstri grænum.

Auðvitað er það möguleiki, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess sem Píratar hafa sagt að þriggja manna þingflokkur sé varla starfshæfur á þingi. Það kom berlega í ljós hjá þeim enda sátu þeir ýmist hjá eða voru sammála fráfarandi ríkisstjórn allt síðasta kjörtímabil.

Hins vegar er það jafnan svo að tal vinstri manna um ábyrgð á fyrst og fremst við andstæðinga þeirra, ekki þá sjálfa. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sagði til dæmis ekki af sér eftir hrakfarir í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave.

Sagt er að Samfylkingin ætli að halda landsfund í lok vikunnar og hefur hún látið taka frá hornborð á Hótel Borg undir fundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef farið er út í svona brandara þá er þessi ekki verri.

Ef Bjarni Ben verður gerður að forsætisréðherra mun ríkissjóður flytja baknareikning sinn til Seychelle eyja en skattayfirvöldum sagt að hann sé í Luxemburg.

Sigurður M Grétarsson, 31.10.2016 kl. 14:04

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það þarf skopskyn til að búa til brandara. Án þess er hann bara orð.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.10.2016 kl. 14:20

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Fólk hefur mismunandi skipskyn þannig að sumum finnst sami textinn vera brandari meðan öðrum finnst hann bara vera orð. En þú verður að viðurkenna að hinn gjörslillti Bjarni Ben á þennan nokkið mikið skilið.

Sigurður M Grétarsson, 31.10.2016 kl. 14:54

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jæja. Þér varð snögglega að ósk þinni. En hvað gerir Sigurður Ingi núna?

Sigurður M Grétarsson, 31.10.2016 kl. 16:54

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nafni okkar tekur Oddnýju í fóstur, fer með hana úr sollinum og uppi í sveit, kennir henni að mjólka ána sín í ofurlitla fötu, ríða hrossum, rýja, reka á fjall, slá með orfi og ljá, raka í garða, hirða og borða hollan og góðan mat. Eftir nokkur ár kemur Oddný aftur til baka, hraustleg og útitekin og gerist dugandi borgari í Reykjavík suður eða norður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.10.2016 kl. 16:59

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sigurður M, þetta var það eina sem var hægt í stöðunni. Næst á dagskránni verður sameining Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.10.2016 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband