Hinn eldklári stjórnmálafræðingur tjáir sig spaklega
29.10.2016 | 12:52
Kosningar eru uppgripatíð fyrir stjórnmálafræðinga. Eftir að hafa kosið kom ég heim og viti menn, enn einn stjórnmálafræðingurinn var þá að tjá sig um allt og ekkert í aukafréttatíma Stöðvar2.
Hann var spurður álits á lélegri kjörsókn í morgun. Hinn spaki og alltsjáandi stjórnmálafræðingurinn svaraði þá með þeim orðum sem uppi munu verða meðan land byggist og verður framvegis vitnað í hann í skólum, vinnustöðvum, bókum og fréttaskýringaþáttum hér á landi og ábyggilega erlendis. Hann sagði:
Þetta gefur auðvitað þær vísbendingar að fólk er seinna á ferðinni ...
Manni verður hreinlega orðfall. Þvílíkt innsæi, þekking, menntun, speki og hnyttni sem viðstöðulaust kemur frá þessum gjörvilega fræðingi. Ég tók blauta húfuna ofan fyrir honum og hneigði mig fyrir framan flatskjáinn.
Sumir hefðu ábyggilega hagað sér eins og kjánar og sagst ekki geta svarað spurningu um hvað valdi lélegri kjörsókn. Aðrir hefðu bent á að verðrið sé leiðinglegt. Enn aðrir hefðu ábyggilega tjáð sig á allt annan hátt og gert sig að kjána. En ekki stjórnmálafræðingurinn, hann er flottastur. Honum er aldrei orðs vant. Þvílíkt rennerí orða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef við hefðum fleiri slíka spekinga þyrftum við ekki að kvíða framtíðinni
Tómas Ibsen Halldórsson, 29.10.2016 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.