Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
38 milljarða kr aukning til heilbrigðismála
27.10.2016 | 10:13
Píratar hafa haldið því fram að ríkisstjórnin hafi dregið úr framlögum til heilbrigðismála. Jafnvel Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur komið fram í fjölmiðlum með þetta.
Gott og vel. Við getum ábyggilega gert betur. Hins vegar hafa útgjöld til heilbrigðismála aldrei verið meiri.
ÓLi Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook síðu sinni:
Samkvæmt fjárlögum þessa árs verða útgjöldin 38,5 milljörðum hærri en vinstri stjórnin ætlaði samkvæmt fjárlögum 2013. Hlutfallslega er mesta aukningin til sjúkrahúsa eða liðlega 40%, eins og sést á meðfylgjandi súluriti.
Á línuriti sem einnig fylgir (og fengið að láni frá SA) má sjá að aukning útgjalda til heilbrigðismála hefur verið mun meiri en aukning heildarútgjalda ríkissjóðs. Þetta er forgangsröðun.
Þeir sem hafa ætlað sér að kjósa Pírata eða aðra stjórnarandstöðuflokka vegna stefnu þeirra í heilbrigðismálum þurfa að endurskoða ákvörðun sína. Það er einfaldlega ekki nóg að trúa því sem hljómar sennilegast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 1646991
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt tal um ónýta heilbrigðisþjonustu miðar að því einu að ryðja braut fyrir einkavæðingu greinarinnar.
Ég sé þrennt sem er meira aðkallandi, en það er lækkun vaxta á husnæðislán um helming með þaki á fermetraverð. En fyrst og fremst að aðskilja þjonustu og fjárfestingarstarfsemi banka, sem lofað var að gera strax eftir hrun. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur það ekki verið gert né nefnt í aðdraganda þessara kosninga.
Stýrivextir eru alltof háir og eru þensluhvetjandi frekar en letjandi eins og sýndi sig við hrunið.
í þriðja lagi verður að bæta kjör aldraðra og tryggja eftirlaun fyrir alla uppað lágmarkslaunum og aftengja tekjutengingu við allar bætur.
Við þetta verður Ísland himnaríki á jörð, framleiðni aukast og lífskjör jöfn.
Engan hef ég enn heyrt nefna þessi grunnatriði sem eru akkilesarhæll okkar annars goða og rettlata samfelags.
Í fjorða lagi má nefna að stofna samfelagsbanka þar sem allir þegnar eiga jafnan hlut og enginn megi eignast stærri hlut en 3% í þeim banka. Hvorki með tengslaflettum né öðrum raðum. Fólk á svo að hætta að skipta við banka í eigu erlendra vogunarsjóða og svæla þannig þær afætur úr landi sem moka arðinum á aflandsreikninga.
Ekki gleyma að við fórum á hausinn 2008 og að erklendir aðilar eiga og stjórna flestum málsmetandi fyrirtækjum her og eru enn að kaupa upp eigni með fronta sem studdir eru af lífeyrissjoðum í sameign þjóðarinnar. Arðurinn flýgur úr landi sem aldrei fyrr og við erum á góðri æeið með að verða nýlenda erlendra fjármalaelítu.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 18:11
Einnig má nefna að það þarf að skoða grannt hvernig hægt verður að skipta arði af auðlindum réttlátar og auka nýliðun í sjávarútvegi. Of mikill arður safnast á of fáar hendur. Gjaldtaka af sölu og kaupum aflaheimilda milli sjávarútvegsfyrirtækja er máske möguleg lausn á því.
Rekstur sjávarutvegs hér er á heimsmælikvarða, en samþjöppun í sjávarútvegi raskar byggð í landinu og setur hana í hættu. Sveitarfélögin eiga að njóta arðsins í meira mæli. Hér áður var skuldastaða ríkissjöðs löguð með að kokka bækurnar og flytja stæstu kostnaðarliðina af ríkinu yfir á sveitarfélögin. Nú þarf eitthvað að koma á móti.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2016 kl. 18:20
Bestu þakkir fyrir innlitið, Jón Steinar. Ég er alveg sammála þér um lægri vexti á húsnæðislán. Held að þeir séu grundvallaratriði fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. Skil ekki hvers vegna þeir eru svona háir.
Ástæðan fyrir því að enginn nefnir samfélagsbanka er að fæstir skilja hvað átt er við með slíkum banka. Íbúðalánasjóður er í raun einhvers konar samfélagsbanki. Hann er á hausnum. Sparisjóðirnir voru það líka og flestir eru komnir á hausinn, einhverra hluta vegna.
Held að flestir séu nú sammála hvað varðar kjör aldraðra og raunar öryrkja líka. Það miðar í rétta átt en fyrir alla muni ekki kaupa það þegar stjórnmálaflokkar segjast geta reddað þessu um leið og þeir komast í ríkisstjórn. Ríkissjóðir byggir á takmörkuðum skatttekjum sem verða ekki til með galdri heldur framleiðni fyrirtækja og einstaklinga í þjóðfélaginu
Hvað varðar sjávarútveginn þá er er ágætt að hafa í huga að við niðurgreiðum hann ekki né heldur vinnsluna. Fá ríki í heiminum eru þannig stödd. Lítum bara á ESB löndin og janvel Noreg.
Sjávarútvegurinn greiðir rúmlega 20 milljarða til samfélagsins. Hagnaður útgerðarinna var á árinu 2014 um 13 milljarðar og vinnslan skilaði um 23 milljörðum í hagnað, um 9% ávöxtun. Þykir nú ekki merkilegt í öllum greinum.
Þegar talað er um að „skipta arði réttlátar“ þá er verið að tala um aukna skattheimtu. Sveitarfélögin njóta útsvarsins. Sum þeirra eru annig rekin að þau telja sig þurfa hærri skatttekjur.
Vel má vera að hægt sé að taka gjald af sölum og kaupum aflaheimilda en ég vara við stökkbreytingum eins og margir stjórnmálaflokkar lofa.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.10.2016 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.