Loksins, loksins - formenn VG og Samfylkingar viðurkenna mistök

Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu á Alþingi í júní 2009 að ekki yrði sótt um aðild að Evrópusambandinu nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ástæðan var einföld. Ríkistjórn sem kennd var við norræna velferð og skjaldborg ætlaði að sækja um aðild að Evrópusambandinu með einfaldri þingsályktunartillögu - að þjóðinni forspurðri.

Oddný G. Harðardóttir og aðrir félagar hennar í skjaldborgarríkisstjórninni hlógu sig máttlausa yfir tillögu Sjálfstæðisflokksins. Fannst hún yfirmáta heimskuleg enda ætluðu þessi sami meirihluta að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu þegar „samningurinn“ um inngönguna væri ljós. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur ... ekki nema það þó, stundi þáverandi ríkisstjórnarmeirihluti upp á milli hláturkviðanna. Samt vissu þau að enginn samningur væri í boði hjá ESB.

Ætla mætti að þeim væri ekki beinlínis hlátur í huga þessu fólki sem neitaði að spyrja þjóðina. Allt bendir hins vegar til að það telji þessi mistök sín harla léttvæg og skipti litlu. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, viðurkenndi flissandi í útvarpsviðtali að það hafi verið mistök að fara af stað með aðildarumsókn án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Staðan er einfaldlega þannig á Íslandi í dag að við munum ekki fara aftur af stað án þess að spyrja þjóðina. Þannig er bara staðan núna. Þess vegna lofum við því að við munum fara þá leið.

Þetta segir núna formaður Samfylkingarinnar, Oddný G. Harðardóttir í viðtali við mbl.is.

Loksins tókst að toga þetta út úr báðum flokksformönnunum sem með hroka og yfirlæti höfnuðu á sínum tíma tillögu Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Afsakið, en er þessum þessum tveimur flokkum yfirleitt treystandi til að koma að stjórn landsins. Báðir guma af lýðræðisást sinni, gáfulegri stefnuskrá og vilja til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslna í stærri málum.

Vinstri grænir samþykktu aðild að ESB þrátt fyrir að hafa hið gagnstæða í stefnuskrá sinni. Þeir seldu sig til að komast í ráðherrastóla.

Er eitthvað fyrirlitlegra en að svíkja stefnu sína og flokksmenn?


mbl.is Ekki aftur af stað án þjóðaratkvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er lítið mál fyrir þessa flokka að nauðga lýðræðinu með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna RÁÐGEFANDI, það vita það allir að það er MEIRIHLUTI fyrir því að INNLIMAST EKKI í ESB..

Jóhann Elíasson, 24.10.2016 kl. 16:46

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það á ekki að þurfa að kjósa um hvort að þjófnaður með fjöregg þjóðarinnar eigi að fá að halda áfram eða ekki. Hann er bannaður. Það á ekki að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um þjófnað. Umsóknin var svikin frá upphafi og átti aldrei að fá að líta dagsins ljós. Svo einfalt er það.

Þessi samsteypa Samfylkingar og Vinstri grænna tróð svo kyrfilega því umboði sem sem fékkst í kosningunum þvert ofan í kok kjósenda daginn eftir, að manni varð óglatt. Maður kúgaðist af skömm yfir því að tilheyra sömu þjóð og þetta lið. Atkvæðagreiðslan á Alþingi var svo ömurlegt að maður saup hveljur og kastaði upp. Þetta lið ætti allt að segja af sér og aldrei aftur að láta sjá sig í íslenskum stjórnmálum.

Þetta verður með 100 prósent öryggi svikið daginn eftir eins og síðast, Sigurður. Það trúir þessu enginn. Þetta fólk stal lýðræðinu og er þjóðarskömm, það verður enn forhertara núna. Það er komið í mikla æfingu.

Það er þegar búið að draga umsóknina til baka, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn sá um það samkvæmt umboði kjósenda, og þjóðin hefur aldrei aldrei  beiðið um að Ísland gangi í Evrópusambandið. Það hefur hún ekki gert. Hún íhugaði það í losti og menn eiga ekki að notfæra sér þannig ástand í svona ömurlegu skyni og með svo ofboðslega mikilvægt mál. Það tók Ísland 800 ár að fá sjálfstæði sitt aftur. Þetta er ekki eins og hvert annað mál. Þetta er fjöregg Íslendinga. Hvorki meira né minna.

Ný umsókn ætti aldrei að fást samþykkt á ný fyrr en að einlægur 75 prósent meirihluti Íslendinga hefur í samfellt 20 ár sýnt að hún vilji ganga í ESB. Réttast væri að viðhafa 800 ára biðtíma eins og síðast.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2016 kl. 17:32

3 identicon

Ekki ætla ég að verja VG og SF en stærsti glæpur og stærsta nauðgun á lýðræðinu og stærsta misnotkun á fjöreggi þjóðarinnar, er, var og verður einkavæðing Bankanna hin fyrri. Og hverjir framkvæmdu þann gjörning?

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.10.2016 kl. 18:56

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta hlýtur að vera rétt hjá þér, Steindór. Framleiðendur bíla, skæra, hnífa, stiga osfr. hljóta þannig að bera ábyrgð á meðferð þeirra sem misnota þessi tæki eða hafa slasað sig á þeim.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.10.2016 kl. 19:28

5 identicon

Já ég veit það Sigurður að þú ert alveg staurblindur á þennan gjörning. Eftir því sem ég best veit voru þessir menn ekki að framleiða neina banka. Þeir stálu bönkum þannig að þessi samlíking fellur steindauð. Ég veit líka að þú getur ekki skilið þetta. En sagan mun dæma þennan glæp og glæpur er það í mínum huga og verður aldrei neitt annað.

Og það sem meira er að ég er alveg sannfærður um að þetta var allt "planað" bæði einkavæðingin, þenslan og hrunið. Og ég er líka sannfærður um að sumir stjórnmálamennirnir eru miklu sekari en látið er í veðri vaka.

Kannski vaknarðu einn góðan veðurdag, Hver veit?

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.10.2016 kl. 02:50

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Lifðu heill, Steindór, með þínar samsæriskenningar. Ekki veitir þér af.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.10.2016 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband