Frábær staða Íslands samkvæmt 70 mælikvörðum

Katrín JbEr hægt að trúa Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þegar hún segir að allt sé í kalda koli á Íslandi?

Eru þeir trúverðugir þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er vinstri flokkanna og Viðreisnar, sem halda þessu sama fram?

Nei, þessir stjórnmálamenn skrökva. Þeir vita að séu ósannindi nógu oft endurtekin eru margir svo barnalegir að trúa þeim, sérstaklega ef þeir sem halda þessu fram eru svo óskaplega vingjarnleg og brosmild.

Hvernig sem litið er á málin þá er staðan glæsileg eftir þriggja ára ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þar með er ekki sagt að við getum ekki gert betur, sinnt eldri borgurum, stutt við bakið á ungu fólki við húsnæðiskaup og svo framvegis.

Birgittab

Grundvallaratriðið er hins vegar þetta: Ríkissjóður hefur ekki nægar tekjur til að gera allt fyrir alla, hvað þá að greiða svokölluð „borgaralaun“ eins og Píratar halda fram. Raunar eitt það vitlausasta af mögum vitleysum sem komið hafa úr þeim herbúðum.

Lítum hins vegar á hvernig hin raunverulega staða er hér á landi.

Davíð Þorláksson, lögfræðingur, lagðist í rannsóknir á fullyrðingum vinstri manna og segir þetta á Facebook síðu sinni:

Flokkarnir sem bjóða sig fram til Alþingis, fyrir utan stjórnarflokkana, eiga það sameiginlegt að þeir telja stöðu mála skelfilega og þeir boða miklar breytingar. Maður hlýtur því að spyrja sig hvort þörf sé á breyttri stefnu eða hvort við séum á réttri leið. Skoðum nokkra mælikvarða sem ættu að gefa glögga mynd af lífsgæðum okkar. Bæði í samanburði við önnur lönd og einnig hvernig þeir hafa þróast hér síðastliðin ár. 

Lífsgæði

    • Jöfnuður
      • Gini stuðullinn er 0,25. Þriðji mesti jöfnuður í OECD, var 0,3 árið 2008 (lægri stuðull þýðir meiri jöfnuður).
    • Hamingja
      • 9,6 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), önnur hæsta í OECD.
    • Lífsfylling
      • 7,7 (á skálanum 0-10), þriðja hæsta í OECD, Meðaltalið er 6,8.
    • Fólksflutningar
      • Á síðustu þremur árum hafa 4.162 fleiri flutt til landsins en frá því. Árin þrjú þar á undan fluttu 3.857 fleiri frá landinu en til þess. Sveiflan er upp á 8.019.
    • Velferð og gæði samfélagsinnviða
      • 88,45 SPI stig, tíunda hæsta í heimi.
    • Eymdarvísitala
      • 4 stig, sú lægsta síðan mælingar hófust.
    • Gæði stuðningsnets
      • 8,8 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), önnur hæsta í OECD.
    • Öryggi
      • 8,8 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), tíunda hæsta í OECD.
    • Öryggisupplifun
      • 78%, 12. hæsta í OECD, meðaltalið er 69%.
    • Menntunarstig
      • 5,9 (á skalanum 1-7), ellefta hæsta í heimi, Singapúr er hæst með 6,3.
    • Ljósleiðaranotkun
      • 25,9%, 8. hæsta í OECD, meðaltalið er 17,9%.
    • Notkun samfélagsmiðla
      • 84%, hæsta í OECD.  

Fjármál heimilaSkuldir fyrirt og heim

    • Kaupmáttur
      • 137,2 stig, aldrei verið hærri, hækkaði um 8,5% sl. 12 mánuði.
    • Ráðstöfunartekjur
      • Jukust um 9,6% á mann 2014 -2015.
    • Fátækt
      • 4,6%, sú lægsta í OECD, Meðaltalið er 11,4%.
    • Fjárhagsaðstoð
      • Árið 2015 fækkaði þiggjendum um 9,7%.
    • Vanskil hjá Íbúðalánasjóði
      • 4,8% af lánasafni en var 8,6% ári áður.
    • Eigin húsnæði
      • 78% búa í eign húsnæði, hæsta hlutfall á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð eru það 39%.
    • Húsnæðisverð
      • Hækkað um 37,2% á kjörtímabilinu á höfuðborgarsvæðinu.
    • Eiginfjárstaða
      • 76% með jákvætt eigið fé, jókst um 6,9% frá 2014 til 2015.
    • Skuldir
      • 156% af ráðstöfunartekjum, næst lægstu á Norðurlöndunum.  

Eldri borgarar

    • Fátækt
      • 3%, 4. lægsta í OECD, meðatalið er 12,6%.
    • Atvinnustig eldra fólks
      • 82%, lang hæst í OECD, meðaltalið er 44%.
    • Netnotkun
      • 89%, hæsta í OECD, meðaltalið er 49%.  

Ungt fólkAtvinnul ungra

    • Fátækt
      • 7%, 2. lægsta í OECD, meðaltalið er 14%.
    • Atvinnuleysi
      • Var 8% þegar samanburður var gerður innan OECD, sú fjórða lægsta í heimi, meðaltal OECD er 14%.
    • Fyrstu kaup
      • Voru 23% af fjölda kaupsamninga árið 2016, 22% árið 2015, 18% árið 2014 og 17% árið 2013, samanborið við 14% árið 2012, 12% árið 2011, 9% árið 2010, 8% árið 2009 og 9% árið 2008.
    • Búa enn í foreldrahúsumHúsnkostn
      • 52%, sjöunda lægsta í OECD, meðaltalið er 59%, á Ítalíu er það 81%.
    • Óvirkni
      • 6,2%, lægsta í OECD, meðaltalið er 14,6%.
    • Áhugi á stjórnmálum
      • 81%, ellefta hæsta á OECD, meðaltalið er 73%.
    • Stærðfræðiótti
      • 45%, fjórða lægsti í heimi, meðaltal OECD er 59%.
    • Aðgangur 6 ára nema að neti
      • 47%, sjöunda hæsta í OECD, meðaltalið er 32%.
    • Aðgangur 10 ára nema að neti
      • 75,5%, sjöunda hæsta í OECD, meðaltalið er 56,7%.  

Jafnrétti

    • Jafnrétti kynja
      • Mest í heimi 7 ár í röð skv. Globa Gender Gap Index World Economic Forum.
    • Launamunur
      • Munur á meðallaunum karla og kvenna er lægri en í Svíþjóð og lægri en OECD meðatalið sem er 15,6%.
    • Starfsumhverfi kvenna
      • 82 stig (af 100 í Economist Glass-Ceiling Index), það hæsta í heimi, meðaltal OECD er 58.
    • Háskólamenntun kvenna
      • 47% ungra kvenna hefur lokið háskólamenntun, sem er yfir meðaltalið OECD, samanborið við 34% karla.
    • Konur á þingi
      • 41,3%, þriðja hæsta í OECD, meðaltalið er 27,8%.
    • Kvennstjórnarmenn
      • 44%, hæsta í OECD, meðatalið er 20%.
    • Réttur til feðraorlofs
      • 13 vikur, lengsta á Norðurlöndunum, sjöunda lengsta í OECD, meðaltalið er 8 vikur.    

Ríkið og efnahagsástandVerðbólga

    • Verðbólga
      • Hefur verið 1,8% síðustu 12 mánuði, var 1,6% árið 2015 og 2% árið 2014, samanborið við 3,9% árið 2013, 5,2% árið 2012, 4% árið 2011, 5,4% árið 2010, 12% árið 2009 og 12,4% árið 2008.
    • Hagvöxtur
      • Var 4,2% árið 2015, 1,9% árið 2014 og 4,4% árið 2013, samanborið við 1,2% árið 2012, 2,0% árið 2011, -3,6% árið 2010, -7,9% árið 2009 og 1,5% árið 2008.
    • Krónan
      • Styrkst um 19,9% á kjörtímabilinu.
    • Úrvalsvísitalan 
      • Hækkað um 49,67% á kjörtímabilinu.
    • Lánshæfi ríkisins 
      • Farið úr BAA3 í A3, upp um 3 stig, hjá Moody‘s á kjörtímabilinu.
    • Viðskiptakjaraáhrif
      • 6% 2014-2015, hæsta í OECD, í Noregi voru þau minna en -6%.
    • Spilling
      • 79 stig (af 100 skv. Corruption Perception Index 2015), sú þrettánda minnsta í heimi.
    • Tiltrú á ríkinuSkuldir
      • 46%, sautjánda hæsta í heimi, meðaltal OECD er 42%.
    • Traust á dómstólum
      • 63%, þrettánda hæsta í OECD, meðaltalið er 54%.
    • Ferðamenn
      • 19,5% fjölgun að meðaltali 2010-2014, sú hæsta í OECD, Kórea í öðru sæti með 12,7%.  

Vinnumarkaður

    • Atvinnuleysi á kjörtímabilinu
      • Hefur minnkað um 54,31% á kjörtímabilinu, 7.836 voru atvinnulausir í upphafi kjörtímabilsins, en nú eru þeir 3.580.
    • Atvinnuleysi í samanburði við önnur löndAtvinnuleysi
      • Var 4,1% þegar samanburður var gerður við önnur lönd árið 2015, fjórða minnsta í heimi, meðaltal OECD var 6,7%.
    • Fjöldi starfa
      • Voru 174.500 í upphafi kjörtímabilsins en eru nú 199.200, það er fjölgun um 24.700, eða 14,2%.
    • Langtímaatvinnuleysi
      • 22,2% atvinnulausra, ellefta lægsta í heimi, meðaltal ESB er 48,2%.
    • Landsframleiðsla á mann
      • 5. hæsta í heimi, árið 2009 var hún sú fjórtánda hæsta.
    • Atvinnustig
      • 82%, hæsta í OECD, 66% er meðaltalið.  

Heilbrigði

    • Framlög til heilbrigðismála
      • Aukist um 27% á kjörtímabilinu, þar af hafa framlög til sjúkrahúsa aukist um 34%.
    • Heilsa
      • 85,5 stig (af 100 skv. S.þ.), það hæsta í heimi, meðaltalið er 59,3.
    • Heilsa
      • 8,6 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), 4. hæsta í OECD.
    • Fjöldi lækna
      • 3,6 á hverja 1.000 íbúa, 12. hæsta í OECD, meðaltalið er 3,3.
    • Fjöldi hjúkrunarfræðinga
      • 15,5 á hverja 1.000 íbúa, 4. hæsta í OECD, meðaltalið er 9,1.
    • Læknisheimsóknir
      • 6,0 á mann á ári, 16. lægsta í OECD, meðaltalið er 6,6.
    • Reykingar
      • 14% reykja daglega, 6. lægsta hlutfallið í OECD, meðaltalið er 19%.
    • Keisaraskurðir
      • 15,2%, lægsta í OECD, meðaltalið er 27,6%.
    • Lífslíkur eftir brjóstakrabbamein
      • 86,7%, 9. hæstu í OECD, meðaltalið er 84,9%.Innlagnir sykursjúkra: 60 á hverja 100.000 íbúa, 4. lægsta í OECD, meðaltalið er 150.

Umhverfismál

    • Umhverfisvernd
      • 2. umhverfisvænasta þjóð heims skv. EPI staðli.
    • Umhverfisgæði
      • 9,7 stig (af 10 skv. OECD Better Life Index), 2. hæsta í OECD.
    • Loftmengun
      • 20% verða fyrir skaðlegri loftmengun, 6. lægsta í OECD, í helmingi OECD ríkja er hlutfallið hærra en 90%.
    • Notkun endurnýjanlegra orkugjafa
      • 89%, hæsta í OECD, meðaltalið er 9%.
    • Rusl á íbúa
      • 350 kg, 5. lægsta í OECD, meðaltalið er 510 kg.
    • Endurvinnsla
      • 45% sorps endurunnið, 2. hæsta á Norðurlöndunum, 10. hæsta í OECD.  

Það er rétt að minna á að þau lönd heims þar sem eru mest lífsgæði eru í OECD. Að vera í hópi þeirra bestu þar þýðir yfirleitt að landið er meðal þeirra bestu í heimi.  

Eitt af ofangreindu segir kannski ekki mikið. En allt ofangreint segir okkur hátt og skýrt að við erum á réttri leið.

Væri því ekki rétt að láta af svartagallsrausinu, líta bjartsýn fram á veg og halda áfram að gera Ísland enn betra.  

Heimildir: OECD, Economist, Seðlabankinn, Hagstofan o.fl.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakk fyrir þessar upplýsingar. Við þurfum að hafa tölur byggðar á staðreyndum, til að vita hvar við stöndum. þá getum við bætt okkur.

Það var smá umræða um tölur sem voru að einhverju leiti byggðar á mati einstaklinga, og komu heldu illa út fyrir Ísland.

ooo

Aftur um könnun hjá Viðskiptaráði Íslands og Nýsköpunarmiðstöði Íslands

Jónas Gunnlaugsson | 17. júní 2015

Reynir Viðskiptaráð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að handstýra tölum um samkeppnishæfni Íslands?

Jónas Gunnlaugsson | 16. júní 2015

Samkeppnishæfni

Jónas Gunnlaugsson | 26. október 2014

Egilsstaðir, 23.10.2016 Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 23.10.2016 kl. 21:06

2 Smámynd: Már Elíson

Það lýtur út fyrir. skv. þessu, að BB og félagar þurfi ekki að standa við eitt einasta loforð um bót og betrun sem þeir eru að gera núna með fljúgandi áróðurspésum, innhringingum inn á heimili landsins og dagblaðaauglýsingum. - Þá er það skjalfest hjá þér ágæti síðuhafi. - Hér glóir gull á hverju strái og smér drýpur sem aldrei fyrr og allar hirslur landsins og flokksgæðinga fullar fjár, hagvöxtur fer með himinskautum og almenn fátækt ekki til. - Svo, hvað er þá að ? - Afhverju eru kosningar og taugaveiklun ? - Hverju hef ég misst af ?

Már Elíson, 23.10.2016 kl. 23:19

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég get ekki sagt að mér þyki miður, ágæti Már, að staða þjóðarinnar sé ekki eins slæm og þú vildir.

Hitt er óumdeilanlegt að stefnt skal að því að gera hana enn betri.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.10.2016 kl. 23:23

4 Smámynd: Már Elíson

Þessa langrullu þína, ágæti Sigurður, byggir þú og copy/paste uppúr sér-útbúinni, og hugsanlega umbeðinni úr Valhallar herbúðunum af sérfræðingi sem Wikipedia segir vera : Davíð Þorláksson (f. 16. september 1980 á Akureyri) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS). Hann hefur skrifað greinar í tímaritið Þjóðmál. Davíð var kjörinn formaður SUS í ágúst 2011, hann fékk 62% atkvæða á móti 38% atkvæðum mótframbjóðanda hans, Björns Jóns Bragasonar.[1]

Er þá skýrslan hlutlaus, og fyrir almenning sem situr sveltandi heima og sér ekki smérið drjúpa eins og þú ? 

Már Elíson, 23.10.2016 kl. 23:26

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið, Már. Væri nú ekki gáfulegra hjá þér að gagnrýna málefnalega það sem þú kallar „copy/paste uppúr sér-útbúinni, og hugsanlega umbeðinni úr Valhallar herbúðunum“ fara í fýlukast út af einhverjum manni, mér eða öðrum.

Staðreyndir breytast ekki þótt þú sért ekki sammála þeim.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.10.2016 kl. 23:32

6 Smámynd: Már Elíson

Örstutt ljóðabrot til manns sem þekkir landið, fegurð þess og landslag.

2 hliðar / speglun

Horfðu á fjallið speglast

í sléttum og tærum firðinum

Horfðu á barnið standa

á haus pollinum

Horfðu á bátana snúa

saman botnum í slýgrænni höfninni

- - - - 

Þá sérðu að það hljóta

að vera 2 hliðar á öllum málum.

@melis1997

Már Elíson, 23.10.2016 kl. 23:37

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er fallegt, Már. Vissi það svo sem fyrir að oft eru tvær hliðar á hverju máli. Þá má rökræða það á rólegu nótunum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.10.2016 kl. 23:41

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Fyrirmyndar umræða, bræður.

Jónas Gunnlaugsson, 24.10.2016

Jónas Gunnlaugsson, 24.10.2016 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband