Samfylkingin eyðileggur lýðræðislegar kosningar

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hlaut kosningu í 3. sæti listans. Hún var hins vegar færð niður þar sem enginn þeirra sem hlutu efstu sætin voru 35 ára eða yngri en Margrét er 44 ára. Vegna kynjasjónarmiða var Margrét færð enn neðar og endaði í 5. sæti listans.

Þetta er í forvitnilegri frétt á visir.is um prófkjör Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi. Í henni kemur berlega fram að lýðræði er ekki nothæft.

Í lýðræðinu felst aðeins ein regla, að meirihluti atkvæða ræður. Allar breytingar eða undantekningar frá reglunni eru ólýðræðislegar.

Þeir sem hvorki hafa trú á lýðræðinu né kjósendum setja reglur þess efnis að atkvæði ráði ekki niðurstöðunni. Þá er lýðræðið ónýtt.

Hjá Samfylkingunni er reglan sú að konur og karlar verða að vera jafnmargir á lista. Komi í ljós að vilji kjósenda fellur ekki að þessu eru niðurstöðurnar einfaldlega leiðréttar. Lýðræðið er ónýtt.

Ekki nóg með það heldur er önnur regla til sem lýtur að aldri frambjóðenda. Og viti menn ... Í ljós kemur að enginn undir 35 ára er í efstu sætunum. Þá er gripið inn í. Þar með er lýðræðið ónýtt.

Einn ungur frambjóðandi sem ekki hafði haft erindi sem erfiði í prófkjörinu er með handafli færður ofar og honum troðið í eitt af efstu sætunum. Konan sem hafði verið kjörin í það sæti er sett tveimur sætum neðar. Hún er 44 ára, eldgömul, níu árum eldri en sá „ungi“.

Í Sjálfstæðisflokkum gildir einföld regla í prófkjörum. Fjöldi atkvæða ræður röðun á framboðslista. Punktur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sagt er að konur megi ljúga til um aldur án viðurlaga,en það gengur víst ekki nema hjá útlendingum sem hafa "týnt" persónuskilríkjum sínum.

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2016 kl. 21:26

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þetta er einhverskonar handvirkt lýðræði svo afskræmist það í aldurstengdum leiðréttingarstuðlum, eins og notaðir eru í búfjárækt til að leiðrétta fyrir aldri í tilraunum.

En fólk á að njóta verndar fyrir slíku í stjórnarskrá að mig minnir, en þar er kveðið á um að ekki megi mismuna vegna aldurs. Þetta er að verða einn allsherjar Möðruvellingur í kosningar grautarskálum landsmanna.

Og meira segja konur í Sjálfstæðisflokknum fýla grön yfir þessu og kalla þær þó ekki allt ömmu sína og eru ekki styggar þegar flokkshagsmuni ber á góma.

En nú ganga þær út í fylkingum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.9.2016 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband