Benedikt formaður Viðreisnar fer með rangt mál
24.9.2016 | 17:38
Loforð er loforð er loforð - og loforðið var svikið, sagði hann um fyrirheit stjórnarflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir síðustu kosningar. Allir voru sviknir, hvort sem þeir vildu halda viðræðum áfram eða jarða ferlið.
Þetta er haft eftir formanni Viðreisnar, Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar. Ótrúlegt að hann skuli ekki fara með rétt mál varðandi aðlögunarviðræðurnar við ESB á aðalfundi flokksins sem haldinn er í dag, 24. september.
Síðasta ríkisstjórn sótti um aðild að ESB án þess að spyrja þjóðina álits. Stjórnarmeirihlutinn hló að tillögu Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu um inngönguna, felldi hana og lét þess í stað duga einfalda þingsályktunartillögu um eitt stærsta málþjóðarinnar frá því árið 1944.
Formaður Viðreisnar heldur því nú blákalt fram að viðræður við ESB hafi ekki verið aðlögunarviðræður heldur einhvers konar spjall.
Þetta var ekkert spjall eða samningaviðræður heldur aðlögun Íslands að ESB. Niðurstaðan hefði aldrei orðin einhver hefðbundinn milliríkjasamningur heldur annað af tvennu, að Ísland hefði verið tækt til aðildar í ESB eða ekki.
ESB býður ekki upp á samningaviðræður um aðild heldur aðlögunarviðræður. Þannig eru reglurnar og þær setur ESB en hvorki Benedikt né Samfylkingin eða aðrir krataflokkar.
Hefði svo ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar átt að gangast fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB? Allir ráðherrarnir eru á móti aðild. Allir þingmenn stjórnarmeirihlutans eru á móti aðild. Landsfundir beggja flokka eru á móti aðild. Langstærsti hluti flokksmanna í báðum flokkum eru á móti aðild. Og í þokkabót er mikill meirihluti landsmanna á móti aðild.
Hvers konar rugl hefði það verið að ríkisstjórn færi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem hún er í grundvallaratriðum ósammála?
Þetta er ómerkileg pólitík hjá Benedikt Jóhannessyni. Vinstri flokkarnir gáfust upp á þessu trikki en Viðreisn heldur sem betur fer að stefna flokksins um að ganga í ESB afli flokknum fylgis. Við Sjálfstæðismenn fögnum þessari stefnu Viðreisnar.
Loforð er loforð og loforðið var svikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.9.2016 kl. 10:09 | Facebook
Athugasemdir
Spurning: hvaðan er eftirfarandi tilvitnun?
"þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu."
Jónas Kr. (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 18:25
Já, segðu mér hver sagði þetta og hvort það breyti einhverju um það sem ég nefndi hér í pistlinum.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.9.2016 kl. 18:41
Benedikt er hvorki Jónsson né Jóhannsson heldur Jóhannesson, sonur Jóhannesar heitins Zoëga, fyrrum hitaveitustjóra.
Pétur D. (IP-tala skráð) 24.9.2016 kl. 20:17
Rétt hjá þér, Pétur D. Var bara að gá hvort þú tækir eftir þessu. ;)
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.9.2016 kl. 20:58
Thad er engu líkara en ad formadur Vidreisnar sé andsetinn af ónefndri flugfreyju. "Ég á mér draum" er sídan lúalega stolin klisja, sem formadurinn notar í málflutningi sínum. Ad skila betra Íslandi til baka, en thví sem hann vonast til ad fá ad taka vid eftir kosningar. Rúid sjálfstaedi og rétti til ákvardana um eigin málefni. Fyrr má nú vera betra Ísland! Stórundarlegt ad enn skuli finnast fólk hér á landi sem sér ekki sólina fyrir thessu skrifraedis og blýantsnagaraóbermi í Brussel. Formadurinn laedist med veggjum í allri umreadunni um esb, en öllum er ljóst hvert hugur hans og flokkssystkyna stefnir. Vei thessari thjód, komist svona thenkjandi menn til valda á Althingi. Megi allar gódar vaettir forda okkur frá ad svo verdi.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 24.9.2016 kl. 23:25
Maðurinn virðist ekki skynja að Evrópuinnganga er neðst á óskalista þjóðarinnar, enda er þetta hans eigin draumur, hvað svo sem hann tautar um annað. Og það fólk sem hann hefur raðað kring um sig er ekki hugsjónafólk sem vill vinna að heill almennings, heldur fyrst og fremst eiginhagsmunaseggir. Fyrir utan að þær raddir geraat Æ háværari að þetta apparat sé skipulagt í Valhöll.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2016 kl. 09:34
Ásthildur, aðild að ESB er ekki áhugamál nema öfárra Íslendinga.
Jú, það er rétt hjá þér. Stofnun Viðreisnar var skipulögð í Valhöll, ekki þó á tannlæknastofnunum á þriðju hæð heldur í reykfylltu átta fermetra kjallaraherbergi. Þar er líka unnið að eldgosi í Heklu, jarðskjálfum við Húsmúla, skattleysi kvótakónga og hlerunum síma andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Við komum þarna nokkrir saman vikulega og reynum hvað við getum að brjóta lög, reglur og vinna gegn lýðræðinu. Ekki segja nokkrum manni frá því að ég viðurkenni þetta.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.9.2016 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.