Örvænting vegna fylgisleysis Liljar Rafneyjar í prófkjörsbaráttu

Trúir því nokkur maður að prófkjöri Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hafi verið frestað vegna tæknilegra vandamála? Ég skrifað um þetta fyrir fjórum dögum, pistilinn er að finna hér

Staðreyndin er einfaldlega sú að Bjarni Jónsson, sonur Jón Bjarnasonar, fyrrum þingmanns og ráðherra í vinstri stjórn Steingríms og Jóhönnu er í framboði í fyrsta sætinu. Fyrir á fleti er Lilja Rafney Magnúsdóttir, sæmdarkelling sem aldrei hefur ruggað VG bátnum, alltaf sammála forystunni, vel upp alin í sósíalistaflokknum og forvera hans, Alþýðubandalaginu og rífur kjaft þegar henni er att á foraðið.

Og svo býður þessi andskoti sig fram, sonur Jóns Bjarnasonar, sem aldrei var til friðs í flokknum. Jón hélt að VG ætti að vera á móti inngöngunni í ESB bara af því að það stóð skrifað í flokkssamþykktunum. Hann hélt líka að VG ætti að vera á móti Icesave af því að í samþykktunum er eitthvað párað um sjálfsstæði Íslands, fjármál þjóðarinnar og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Nei, flokkseigendafélagið ætlaði alls ekki að eiga við aðra og jafnvel öflugri kynslóð af Jóni Bjarnasyni.

Þess vegna var prófkjörinu frestað og nú sendir flokkurinn út bréf til stuðningsmanna í  kjördæminu þar sem þeir eru hvatti til að kjósa Lilju Rafney en ekki óþokkann hann Bjarna.

Má þetta?“ spurði þá starfsmaður flokksins sem sá um útsendinguna sem var á bréfsefni Alþingis. 

Já, auðvitað,“ var svarið. „Reyndu bara að gera það sem þér er sagt að gera annars verðurðu rekinn.

„Við reddum þessu svo ef einhver fer að tuða,“ tautaði flokksforystan sín á milli. „Segjum að útsendingin hafi verið mistök. Látum Lilju biðjast afsökunnar.

Og starfsmaðurinn sendi út bréfin. Klárlega tilraun til að skáka Bjarna til hliðar með því að sýna fram á upphefð Lilju Rafneyjar. 

Hvað skyldi flokksforustan gera næst til að tryggja sinni konu fyrsta sætið í þessu bannsetta prófkjöri sem aldrei hefði átt að boða til. Miklu auðveldara að setja saman lista á litlum nemmmmdarfundi?

Veðja á að kynjaspilið verði næst sett í brúk.

 


mbl.is Lilja Rafney baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það má vel vera að þetta sé einhver örvænting. En þetta er auðvitað óboðlegt með öllu. Það er auðvitað engin afsökun fyrir Lilju Rafney að margir þingmenn úr hægri væng stjórnmálanna hafa gert þetta á undan henni.

Kristbjörn Árnason, 3.9.2016 kl. 17:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Læk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2016 kl. 00:35

3 identicon

Ekki skil ég hvað sonur sjálfstæðishetjunnar Jóns Bjarnasonar er að vilja í þann bölvaða quislingaruslflokk sem VG er.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.9.2016 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband