Kynnisferðir og mbl.is segja veturinn kominn
2.9.2016 | 18:35
Ekki veit ég hvers vegna að blaðamaður mbl.is heldur því fram í frétt vefsins að nú sé kominn vetur, ef til vill er hann svo skyni skroppinn. Hitt vita allir að 1. september markar ekki breytingu á veðurfari, árstíð né neinu öðru. Veturinn er ekki kominn.
Með fréttinni er birt flott mynd sem Golli, Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, tók af norðurljósunum. Golli er ekki fæddur í gær og ég er nær pottþéttur á því að hann er ekki haldinn þeirri firru að veturinn sé kominn.
Raunar er þessi frétt haldin sömu fávísu einkennum sem alltof margir fjölmiðlamenn þjást af, þekkingarleysi. Samt skrifa þeir og skrifa og oft af lítilli þekkingu
Fyrsti vetrardagur markar komu haustins samkvæmt gamalli venju. Sumardagurinn fyrsti markar komu vorsins sem er órjúfanlegur hlut sumarsins.
Ekki veit ég hvaðan blaðamaður mbl.is hefur visku sína þegar hann skrifar þetta:
Þúsundir ferðamanna fara í norðurljósaferðir dag hvern og segir Einar Bárðarson, rekstrarstjóri Reykjavík Excursions, ferðaskrifstofu Kynnisferða sem fóru í fyrstu norðurljósaferð vetrarins um síðustu helgi, að ferðamenn alls staðar að úr heiminum verði fyrir því sem líkja mætti við trúarlega upplifun þegar þeir berja norðurljósin augum.
Þetta er einfaldlega rangt, veturinn kom ekki 30. ágúst, jafnvel þó það sé þannig skráð í skjöl hjá Reykjavík Excursions, Kynnisferðum, og hversu mjög rekstrarstjóri fyrirtækisins gapir um það.
Þeir ættu að skammast sín, blaðamaður mbl.is og rekstrarstjóri Kynnisferða fyrir að vita ekki betur um árstíðaskipti á Íslandi og í þokkabót skrökva um þau opinberlega. Morgunblaðið á vandara að virðingu sinni heldur en að bulla svona.
Úthverfabretar táruðust af gleði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er bullað.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.9.2016 kl. 20:08
Er ekki nokkuð ljóst að hér er um "keypt viðtal" að ræða ? Frekar vandræðalegt og ekki til þess fallið að auka virðinguna fyrir mbl.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 3.9.2016 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.