Tillögur um val frambjóðenda í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins
31.8.2016 | 13:24
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna alþingiskosninganna í haust verður á laugardaginn. Ég hef gert upp huga minn og ætla að kjósa eftirfarandi frambjóðendur í þessari röð:
- Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
- Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður
- Brynjar Níelsson, þingmaður
- Birgir Ármannsson, þingmaður
- Sigríður Ásthildur Andersen, þingmaður
- Jón Ragnar Ríkharðsson, sjómaður
- Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins
- Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi
Kjósa skal sex til átta frambjóðendur, hvorki fleiri en átta né færri en sex, ella ógildist kjörseðillinn. Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum og upp í átta fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista.
Eðli máls vegna getur sami einstaklingur aðeins kosið í því kjördæmi þar sem hann er búsettur. Þar af leiðandi fæ ég ekki að kjósa annars staðar en í Reykjavík. Hins vegar þekki ég ágætlega til víða um land og hef myndað mér skoðanir á framboðum til allra prófkjara. Ég leyfi mér því hér að benda góðu Sjálfstæðisfólki á þá sem ég myndi kjósa í prófkjörunum.
Stór galli er þó á prófkjörum og hann er sá að fjöldi þeirra sem má kjósa er takmarkaður. Ég hefði viljað kjósa marga aðra enda góðir frambjóðendur í öllum kjördæmum. Ekki þekki ég alla sem ég set á minn lista en hef það til viðmiðunar að hafi frambjóðandi tekið þátt í stjórnmálaumræðu eða setið í bæjar- eða sveitarstjórn tel ég það honum til tekna. Finnst eiginlega ótækt að einhver vakni upp einn góðan veðurdag og vilji setjast á þing en ekkert finnst um skoðanir hans rétt eins og hann hafi aungvar.
Suðvesturkjördæmi
Prófkjörið í suðvesturkjördæmi verður 10. september. Væri ég búsettur þar myndi ég kjósa eftirfarandi frambjóðendur:
- Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
- Óli Björn Kárason, varaþingmaður
- Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi
- Jón Gunnarsson, alþingismaður
- Vilhjálmur Bjarnason, formaður hagsmunasamtaka heimilanna
- Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður
Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, ella ógildist kjörseðillinn. Kosið skal með því að setja tölustaf frá einum og upp í sex fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista.
Norðvesturkjördæmi
Prófkjörið er 3. september og þar sem ég var búsettur í kjördæminu í nokkur ár er mér ánægja að leggja til að þessir frambjóðendur verði valdir:
- Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður efnahags- og fjármálaráðherra
- Haraldur Benediktsson, þingmaður
- Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra
- Hafdís Gunnarsdóttir, kennari
Kjósa ber fjóra frambjóðendur, hvorki fleiri né færri.
Norðausturkjördæmi
Prófkjör fer ekki fram í norðausturkjördæmi heldur sér kjördæmisráð um niðurröðun á listann samkvæmt ákveðnum reglum. Fengi ég einhverju ráðið um niðurröðun á listann myndi ég velja þessa frambjóðendur:
- Kristján Þór Júlíusson, þingmaður og ráðherra
- Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður og varaforseti Alþingis
- Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi á Akureyri
- Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi þingmaður
- Valdimar O. Hermannsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð
Suðurkjördæmi
Prófkjörið í suðurkjördæmi verður 10. september. Væri ég búsettur í kjördæminu myndi ég velja eftirtalda frambjóðendur:
- Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður og iðnaðar- og viðskiptaráðherra
- Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður
- Vilhjálmur Árnason, þingmaður
- Ásmundur Friðriksson, þingmaður
- Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur
Með þessum uppástungum mínum ætti að fylgja rökstuðningur. Hann er til en læt hann bíða til betri tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.