Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Haugur Vífils leysingja fundinn
21.8.2016 | 19:00
Sagt er að Vífill leysingi Ingólfs Arnarsonar hafi verið léttur á fæti. Í Landnámu segir:
En þegar hann vildi róa gekk hann heiman frá sér og upp á Vífilsfell til að gá til veðurs.
Auðvitað leggur nútímamaðurinn trúnað á þetta þó ljóst megi vera að sá sem gengur eða ríður frá heimili sínu eða veri á hinu forna Seltjarnarnesi gerir nú fátt annað þann daginn er að fara upp á Vífilsfell og til baka aftur. Þegar heim er komið er viðbúið að veður hafi breyst og tilgangslaust að fara á sjó.
Munnmælasaga segir að lengi hafi Vífill þráast við, enda írskur að ætt og uppruna. Loks gengu þessar ferðir svo nærri honum að hann hrökk uppaf á leið af fjallinu sem kennt er við hann. Því miður var þoka og villtist leysinginn suður eftir fjallinu. Hann var heygður þar sem hann fannst.
Endar nú munnmælasagan en ég fann Vífilshaug og hér er mynd af honum. Hann er á að giska tvo km frá toppi Vífilsfells. Greinilegt er að haugurinn er haganlega hlaðinn. Næst liggur fyrir að grafa í hann og kynnast Vífli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er engum blöðum um það að flétta, þetta er haugurinn hans Vífils!
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.8.2016 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.