Hvenær er ríkisstjórn dauð og hvernig veit hún af því?

Í dag er staðan þannig að þessi ríkisstjórn er dead-man-walking, hún er dauð. Þau átök sem við höfum séð milli stjórnarflokka síðustu vikur, til dæmis harðar árásir Eyglóar á Sjálfstæðisflokkinn, ég minnist þess ekki að hafa séð svona rosalegt box milli samstarfsflokka á mínum 25 ára ferli og ég tel að þessi ríkisstjórn, hún sé dauð.

Þetta segir Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og fyrrum ráðherra í vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms. Tilvitnunin er úr vefritinu pressan.is. Össur er skynsamur maður og skýr og hann veit ábyggilega hvenær ríkisstjórn er dauð.

Kjörtímabil áðurnefndrar ríkisstjórnar sem hann sat í var ekki nema hálfnað þegar hún fékk rothögg í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave máli. Hún var einfaldlega talin út og var ekki með meðvitund það sem eftir var kjörtímabilsins.

helgi sigVerra var þó að hún fékk annað rothögg vegna Icesave málsins ári síðar. Eftir það þurfti ekki að telja hana út. Hún var formlega dauð. Verst var þó að hvorki Össur Skarphéðinsson, sá skýri maður, vissi ekki af því og hélt samt áfram sem ráðherra ásamt félögum sínum. 

Nú heldur hún því fram að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé dauð vegna einhvers ágreinings um einstök atriði. Það er þó ekkert annað en gælustrokur miðað við áðurnefnd rothögg.

Ætti maður að voga sér að telja upp önnur mál sem hefðu með orðið banamein síðustu ríkisstjórnar hefðu þjóðaratkvæðagreiðslurnar ekki komið til? Klúðrið með stjórnlagaráðið?

Stöðu síðustu ríkisstjórnar er best lýst með þessari skopmynd Helga Sigurðssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband