Arnold B. Bjarnason
4.8.2016 | 12:05
Góđur vinur er til moldar borinn í dag. Ţetta er hann Arnold Bjarnason fyrrum framkvćmdastjóri Timbur og stáls í Kópavogi. Okkur varđ ágćtlega til vina ţegar viđ störfuđum saman í Útivist hér á árum áđur. Kona Arnolds var Johanna Boeskov og dćtur hennar og tengdasynir mikiđ vinafólk mitt. Jóhanna var raunar í mörg ár formađur Útivistar viđ góđan orđstír.
Arnold var mikilvćgur liđsmađur Útivistar. Hann sat í kjarna félagsins, sem svo er kallađur, nokkurs konar fulltrúaráđ, en var einnig áberandi í félagsstarfinu, bćđi opinberlega og ekki síđur á bak viđ tjöldin. Held ađ hann hafi ýmsan hátt veriđ svona reddari eins og kallađ er og mig grunar ađ hann hafi greitt sjálfur margt sem fór til Útivistar, án ţess ađ ćtlast til endurgreiđslu, ţvert á móti.
Ég kynntist Arnoldi best ţegar viđ unnum ađ byggingu Fimmvörđuskála Útivistar. Um ţann kafla í sögu félagsins má margt segja og raunar hefur lítiđ veriđ skrifađ um ţann tíma.
Ţannig var ađ stórmerkilegur félagsskapur sem nefndist Fjallamenn hafđi gefiđ Útivist gamlan skála á Fimmvörđuhálsi. Sá var byggđur áriđ 1940 og ţjónađi lengi hlutverki sínu sem miđstöđ fyrir fjallamennsku og útiveru. Stjórn Útivistar ákvađ ađ endurbyggja skálann en hann var svo illa farinn ađ nauđsynlegt reyndist ađ hanna hann frá grunni. Ađ ţeirri vinnu komu gamlir Fjallmenn og félagsmenn okkar.
Vandinn reyndist alvarlegur ţegar leiđinlegt fólk reyndi ađ bregđa fćti fyrir félagiđ vegna endurbyggingarinnar. Ţetta voru örfáir íbúar í sveitarfélagi sem áđur nefndist Austur-Eyjafjallahreppur. Ţeir beittu hreppnum fyrir sig og héldu ţví fram ađ skálabyggingin vćri á heimalandi, nćstum ţví í túnjađrinum, og framkvćmdin gćti spillt grasvexti og komiđ í veg fyrir heyskap. Heiftin var gríđarleg og var öllum ráđum beitt til ađ koma í veg fyrir ađ skálinn vćri byggđur. Okkur kom ţetta gríđarlega á óvart og ekki síđur heiftin.
Friđarins mađur, Arnold Bjarnason, tók ađ sér ađ rćđa viđ ţessa heimamenn og bera klćđi á vopn ţeirra. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ hinn rólegi og kurteisi mađur hrökklađist öfugur til baka, gapandi hissa á móttökunum. Jafnvel prestinum, sr. Halldóri Gunnarssyni í Holti, mistókst ađ friđa heimamenn, en hann hafđi fariđ í fótspor Arnolds en kom til baka álíka skelfdur.
útivistarmenn sýndu heimamönnum jafnan fyllstu kurteisi en ţeir svöruđu međ sprengjukasti. Reyndu ađ fá lögbann sett á bygginguna og höfđuđu mál fyrir dómsstólum. Allar tilraunir til ađ berja á Útivist lauk međ fullkomnum ósigri vonda liđsins, lögbanni var hafnađ og dómur féll Útivist í vil jafnvel ţó heimamenn fengju svokallađa gjafsókn í málinu. Ráđherra gaf ađ lokum út byggingaleyfi fyrir skálanum, en kostnađur Útivistar vegna lögmanns voru á endanum álíka miklar og sjálf skálabyggingin.
Arnold var hörkuduglegur framkvćmdamađur. Vílađi ekki fyrir sér ađ vinna međ okkur ađ byggingu Fimmvörđuskála í öllum veđrum á Fimmvörđuhálsi. Ţess ber ađ geta ađ hann var um tuttugu og fimm árum eldri eđa meira en flest okkar sem ađ skálabyggingunni komu. Sú stađreynd breytti ţó engu enda mađurinn góđur verkmađur og í slíku er ekki spurt um aldur.
Fimmvörđuskáli reis og Arnold Bjarnason var betri en enginn í ţeirri framkvćmd. Síđan hefur skálin veriđ í stöđugri notkun. Bygging hans reyndist mikiđ gćfuspor fyrir Útivist.
Viđ Arnold hittumst iđulega í ferđum. Eitt sinn gengum viđ međ Útivist á skíđum frá Sigöldu, í Landmannalaugar, suđur Laugaveginn og í Bása. Ţá var hann nýlega orđinn sextugur, eldgamall fannst okkur hinum, sem nú erum hvert af öđrum á komast á ţann sama aldur og finnst ekki mikiđ.
Arnold var ekkert í sérstaklega góđu formi fyrir ţessa ferđ og höfđum viđ nokkur af ţví dálitlar áhyggjur. Ekki gerđum viđ okkur grein fyrir ţví ađ Arnold var okkur flestum fremri á einu sviđi. Hann var nefnilega Siglfirđingur og hafđi stundađ gönguskíđi frá ţví hann lćrđi ađ standa á eigin fótum. Slíkir eru einfaldlega afburđagóđir göngumenn, ađ minnst kossti tćknilega séđ. Tćknin dugđi honum í ţesari ferđ hvađ sem um formiđ mátti segja ađ öđru leyti. Viđ sem höfđum okkar á milli viđrađ einhverjar áhyggjur af ţeim gamla, tókum í ferđalok ofan fyrir hetjunni.
Snemma morguns gengum viđ frá skálanum í Landmannalaugum, yfir Laugahraun og upp á Brennisteinsöldu. Ţá gerist ţađ ađ Arnoldi skrikar óvćnt fótur í brattri brekkunni og fellur kylliflatur á magann og liggur ţar hreyfingarlaus í dálitla stund.
Mér brá dálítiđ og skíđađi niđur og hugađi ađ kallinum, mundi ţó eftir ađ taka mynd af honum. Hann másađi og blés og loks settist hann upp og sagđist bara hafa runniđ. Ég spurđi hann ţá hvort bakpokinn vćri kannski of ţungur. Nei, nei ... sagđi hann og andađi ţungt.
Engu ađ síđur tók ég á pokanum og fann ađ hann var í ţyngra lagi. Bauđst ég ţá til ađ taka eitthvađ úr honum og setja í minn poka. Eftir dálitlar fortölur ţáđi hann ţađ. Síđan gekk ferđin eins og í sögu, pokinn léttari og Arnold skíđađi eins og Siglfirđingar gera best, stoltur og hress ţrátt fyrir erfitt fćri og slćmar ađstćđur ađ hluta til. Í Álftavatni ţakkađi hann mér ađstođina og bauđ mér stöđu tengdasonar í fjölskyldu sinni, ţó án ţess ţó ađ dóttir fylgdi enda allar gefnar ţegar hér var komiđ sögu. Ţetta var svona eins og ráđherrastađa án málaflokks. Mikil virđingarstađa sem ég ţáđi ađ sjálfsögđu enda vart hćgt ađ hafna svona kostabođi ţrátt fyrir ágallann. Sóminn af svo mikill. Engar skuldbindingar hafa hingađ til fylgt vegsemdinni.
Arnold var dálítiđ dulur mađur, fannst mér. Hann sagđi lítt frá sjálfum sér nema frćgđarsögur af skíđamennsku í Siglufirđi forđum daga. Siglfirđingar voru ađ hans mati öđrum íslenskum kynţáttum betri og ćđri. Oft var spaugađ međ ţessa skođun Arnolds en hann hafđi mikinn húmor og gat tekiđ öllum skotum.
Hann var ekki hávađasamur mađur en fastur í skođunum, oftast grjótharđur. Átti ţađ til ađ draga mann úr mannfjölda og rćđa um ákveđiđ mál undir fjögur augu.
Oftar en ekki var hann hrókur alls fagnađar, sagđi gamansögur, var kerskinn og gat skotiđ meinlegum skotum ađ manni. Allt var ţó samstundis fyrirgefiđ ţegar hlátrasköllin glumdu.
Hvađ segirđu? sagđi hann eitt sinn viđ Fríđu Hjálmarsdóttur, sem ćttuđ var úr Eyjum. Útivistarhópur var í rútu á Suđurlandsvegi og Fríđa benti farţegum á Vestmannaeyjar. Er ennţá byggđ ţar ... bćtti Arnold viđ, og allir lágu í hláturskasti.
Sko, ţarna er Kattarnef, sagđi Arnold einhvern tímann er ekiđ var nálćgt Seljalandsfossi. Ţarna var oft ófćrt ţegar Markarfljót lagđist upp ađ klettunum. Á ţeim tíma var fólk flutt hreppaflutningum og ţá myndađist orđatiltćkiđ ađ koma einhverjum fyrir kattarnef. Hann var svo alvarlegur í bragđi ađ enn ţann dag í dag veit enginn hvort hann hafi veriđ ađ grínast.
Sögur Arnolds og sögurnar af honum eru óteljandi. Allar bera ţćr sömu einkenni, gleđi og hlýju. Ţrátt fyrir ţungt yfirbragđ var hann hlýr mađur sem ánćgjulegt var ađ umgangast.
Arnold lést 23. júlí og var áttatíu og fimm ára. Hann átti fimm börn og ţrjú fósturbörn og ţví til viđbótar á anna tug barnabarna. Arnold var ţví ríkur mađur og minning hans mun lifa međal afkomenda hans og vina.
Ég sendi kćrri vinukonu minni, Johönnu Bueskov og fjölskyldu hennar og Arnolds mínar innilegustu samúđarkveđjur. Missir ţeirra er mikill en eftir stendur minning um góđan mann sem ég mat alltaf mikils.
Myndir:
- Arnold og Jóhönnu
- Gamli skálinn á Fimmvörđuhálsi
- Arnold međal vina viđ byggingu Fimmvörđuskála
- Fimmvörđuskáli í dag
- Arnold í fjallaferđ
- Ţarna liggur sá gamli flatur í brekkunni viđ Brennissteinsöldu
- Arnold hvílist viđ Ljósá á sérstakan en áhrifaríkan hátt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Falleg athöfn í gćr.
Sigurđur I B Guđmundsson, 5.8.2016 kl. 09:08
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.