Tilvonandi embætti ...

„Verð að segja - nýkjörinn forseti fer ekki vel af stað í tilvonandi embætti,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, eftir að hafa hlustað á viðtal við Guðna Th. Jóhannesson verðandi forseta á Rás 1 í morgun.

Þetta stendur í visir.is. Líklega er það vonlaust að kenna blaðamanninum um fyrstu málgreinina, meiri líkur á því að hinn málvillti þingmaður eigi alla sök á þessu bulli.

Guðni Th. Jóhannesson er tilvonandi forseti. Embætti forseta Íslands er þegar til og ekki neitt tilvonandi við það. Betur hefði farið á því að sleppa þessu „tilvonandi embætti“.

Að vísu hefði blaðamaðurinn átt að leiðrétta þessa vitleysu sem hrökk upp úr þingmanninum. En hver nennir að eltast við allra villurnar sem hún lætur út úr sér og reyna að leiðrétta þær?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Málskilningur blaðamanna og vald þeirra á móðurmálinu var til fyrirmyndar hér áður fyrr. Því miður er af sem áður var í þeim efnum og metnaðarleysið orðið algert.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.7.2016 kl. 20:48

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek undir mál Axels Jóhans varðandi málskilning nútíma blaðamanna, þar er oft sem verið sé að hlusta á vangefið barn alið upp á öðru málsvæði.

Varðandi verðandi forseta eða Vigdísi, þá finnst mér Vigdís mun skemmtilegri en þurrafúi.  

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2016 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband