Lukkuriddararnir safnast til Pírata

... fyr­ir beinna og virk­ara lýðræði, upp­lýst­ari og fag­legri stjórn­sýslu, tján­ing­ar­frelsi, net­frelsi og auknu upp­lýs­ingaflæði, fé­lags­legu frjáls­lyndi, sterk­um ein­stak­lings­rétt­ind­um - m.a. vel­ferðarrétt­ind­um - prag­ma­tískri efna­hags­stefnu, skaðam­innk­andi vímu­efna­stefnu og bara flestu því sem frá þeim kem­ur ...

Þetta segir maður sem ætlar sér í framboð fyrir Pírata. Maður velti því fyrir sér hvort hér sé eiginlega allt upp talið. Maðurinn ætlar sér greinilega að verða svo óskaplega góður og gegn, en þá hringja viðvörunarbjöllur og maður spyr hvar er hugsjónin og eldmóðurinn

Alltof margir ætla sér að vera svo óskaplega góðir og gegnir sem þingmenn. Svo man maður eftir Borgarahreyfingunni en í henni voru þrír þingmenn og hún klofnaði, tveir þingmenn lögðu þann þriðja í einelti.

Píratar eru þrælklofnir. Einn þingmaður óð yfir aðra í frekjukasti, annar hætti þá á þingi og sá þriðji ætlar ekki að gefa kost á sér áfram. Sá sem er yfirgangsamastur heldur áfram.

Svo laðast lukkuriddararnir að Pírötum, sjá þingsætið í hillingum. Eitt eiga þeir þó sameiginlegt og það er að hafa aldrei fjalla opinberlega um stjórnmál eða samfélagsmál. Kjósendur vita ekkert fyrir hvað þeir standa.

Skyldu kjósendur þá treysta þeim? Jú, ábyggilega. Alltaf gaman að leikjum eins og rússneskri rúllettu, nema þegar leikurinn hittir kjósandann í andlitið.


mbl.is Viktor Orri gefur kost á sér fyrir Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexandra Briem

Svo það hafi komið fram þá hefur Viktor verið meðlimur í Pírötum síðan flokkurinn á Íslandi var stofnaður.

Að kalla hann lukkuriddara er, í einu orði sagt, rugl.

Í fleiri orðum myndi ég segja að það væri dónaskapur og fordómar.

Hann gefur tjáð sig mjög mikið, bæði í ræðu á austurvelli og í mýmörgum bloggfærslum. Það er enginn vandi að komast að því hvar hann stendur með vopn eins og google í höndunum.

Svo það komi fram þá er ég bróðir hans, og sjálfur virkur í Pírötum, er meðal annars í stjórn Pírata í Reykjavík. Ég myndi vita það ef hann væri að koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum og hann er það ekki.

Alexandra Briem, 2.7.2016 kl. 16:41

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er sammála þér, Andrés. Það væri dónaskapur að kalla bróður þinn „lukkuriddara“. Það eru hins vegar ekki mín orð. Ég hef fylgst með fréttum af prófkjöri flokksins í NA kjördæmi og að auki heyrt af vonum manna að komast að í tryggt sæti, fólk sem hefur ekki hingað til látið eitt eða neitt eftir sér um stjórnmál. Margt af þessu liði eru einfaldlega lukkuriddarar og slíkir koma sjaldnast neinum stjórnmálaflokki til góða.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.7.2016 kl. 20:05

3 identicon

Sæll, Sigurður! Það er nú ekki hægt að túlka þessa færslu öðruvísi en að það séu einmitt þín orð að ég sé lukkuriddari - en það er allt í lagi, ég er ekkert viðkvæmur fyrir því :)

En eins og bróðir minn bendir á þá hef ég verið meðlimur í Pírötum frá upphafi og tók þessa ákvörðun í raun áður en fylgi þeirra fór á flug í könnunum, svo ég efast um að nafngiftin eigi við í þessu tilviki.

Svo hef ég nú verið sakaður um ansi margt í gegnum tíðina, en að ég hafi "aldrei fjallað opinberlega um stjórnmál eða samfélagsmál" er alveg nýtt!

Fyrir utan að vera óhóflega virkur í þeirri umræðu í gegnum Facebook, þá hef ég reglulega skrifað pistla um þjóðfélagsmál í um sex ár núna og því ættir þú og aðrir að geta kynnt þér nokkuð ítarlega hvað ég stend fyrir:

Fyrst á Hamragrill.is: http://wayback.vefsafn.is/wayback/20121103162021/http://viktororri.hamragrill.is/

Svo á DV.is: http://www.dv.is/blogg/viktor-orri-valgardsson/

Svo aðeins á Skodun.is: http://skodun.is/author/viktor/

Og núna undanfarin ár á Kvennablaðinu: http://kvennabladid.is/author/viktor-orri-valgardsson/

Viktor Orri Valgarðsson (IP-tala skráð) 3.7.2016 kl. 13:00

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Oftast er það þannig að þegar síðasta orðið hefur verið ritað eða því sleppt í ræðu hefur höfundurinn ekkert vald yfir því sem þar kemur fram. Orð hans eru teygð og toguð og lagt út af þeim eins og hugur lesandans býður. Þetta er bara svona og ekkert við því að gera. Fólki er frjáls að skilja og misskilja.

Svona til að milda særindi þín, Viktor Orri, þá er þarna tilvitnun í orð þín og þrjár línur þar á eftir sem eiga við hana. Hefði frekar búist við athugasemdum við þessar línur en annað. Annað á ekki við þann sem á tilvitnunina. Var að vekja athygli á því að allir vilja gera allt gott og telja upp atriði sem fæstir eru á móti. Hefur einhver til dæmis lýst því yfir að hann sé á móti tjáningarfrelsi? Hvar er pólitíkin?

Síðan er fjallað um sögu Pírata og forvera þeirra í stuttu máli.

Loks vil ég taka það fram að ég hef reynt að hafa það að reglu að ráðast ekki með ókurteisi að einstaklingum eða hópum. Reyndi að hafa þá reglu í heiðri að vera málefnalegur.

Bestu þakkir fyrir innlitið og þessa linka sem ég mun lesa.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.7.2016 kl. 13:15

5 identicon

Þegar þú tengir við frétt um að ég ætli að gefa kost á mér í prófkjöri Pírata með fyrirsögninni "Lukkuriddarar safnast til Pírata" þá er auðvelt að túlka það sem svo að þú fellir mig í þann hóp, en allt í lagi.

Pólitíkin í beinna lýðræði og nýrri stjórnarskrá hefði ég talið að væri nokkuð skýr - og með tjáningarfrelsi er ég að vísa í að leggja meiri vigt á það heldur en hefur hingað til verið gert. Að öðru leyti er auðvitað rétt að þetta eru að stórum hluta hugtök sem eru jákvætt hlaðin, en að baki þeim er sannarlega mikil og umdeild pólitík. Það kemur væntanlega nánar í ljós á næstu misserum.

Viktor Orri Valgarðsson (IP-tala skráð) 3.7.2016 kl. 14:18

6 identicon

Sæll Sigurður - sem og aðrir gestir, þínir !

Lítilsháttar inngangur: fyrir Viktor Orra Valgarðsson.

               

             Guðrún Árnadóttir         Helgi Vigfússon

        1. Maí 1840 - 4. Maí 1923    5. Júní 1845 - 2.Desmber 1885

Vigfús Helgason    1874 - 1920  Ingibjörg Helgadóttir 1878 - 1958

Helgi Vigfússon    1910 - 1987  Páll Magnússon        1911 - 1978

Óskar Helgi Helgas.1958         Magnús Pálsson        1936 - 2015

                                Iðunn Doris S.Magnúsd.1966

                                Viktor Orri Valgarðss.1989

Viktor Orri !

Það er forsmán ein: að þið ágætu bræður (þú og Andrés Helgi), stórfrændur mínir, skulið stökkva svona fortakslaust, á hinn kámuga vagn Píratanna:: liðs, sem tók þátt í fjandsamlegum viðskiptabanns aðgerðum Gunnar Braga Sveinssonar, í fyrrasumar, gagnvart Rússneska Sambandslýðveldinu, til dæmis að taka.

Þar sýndu Píratar - hið sanna óeðli sitt:: þ.e., voru / og eru reyndar enn, samdauna hinum flokkunum 5, sem fulltrúa eiga, á hinum gegnum- morkna alþingi, Viktor minn.

Vil benda ykkur bræðrum: á annan mun skárri kost, sem væri Íslenzka Þjóðfylkingin, með því fororði þó, að liðsmenn hennar næðu að manna sig upp í, að skáka hinum daufgerða og heldur rýra formanni hennar:: nafna mínum, Helga Helgasyni til hliðar, því sökum yfirmáta hógværðar Helga, vita nánast engir landsmanna, um tilurð né tilveru þeirrar hreyfingar: ykkur bræðrum / sem öðrum, að segja.

Þar - kynnu kraptar ykkar að nýtast, í ríkum mæli / fremur en, að ég (reyndar: yzt úti á Hægri brún stjórnmálanna), sem og annað frændfólk ykkar, sem velunnarra, þyrftum að horfa á eptir ykkur, ofan í kjalsog Píratanna:: mannskapar, sem vita hvort eð er ekki Viktor minn, hvort séu að koma - eða fara: yfirleitt.

Alls ekki: illa meint, af minni hálfu.

Bið þig svo - fyrir kærar kveðjur til foreldra þinna Viktor minn, þó við móðir þín höfum ekki hizt til þessa, að þá höfum við náð að skrifast hér á lítillega: á Mbl. vefnum, fyrir nokkrum árum, við Valgarður faðir þinn, og mætur Tónlistar- og Tölvu jöfurinn.

Með: hinum beztu kveðjum almennt - af Suðurlandi /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.7.2016 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband