Kjörland er fyrir njóla á götum borgarinnar

Njóli 1Á síðustu tuttugu árum hefur Reykjavíkurborg sjaldan litið ver út. Óstjórnin í rekstri hennar er slík að sparað er á öllum sviðum og nú er svo komið að arfleifð Gnarrsins er sú að altl sem áður þótti til lýta telst nú bara þokkalegt.

Það var einmitt Gnarrinn sem lýsti því yfir að njólinn væri ósköp eðlilegur í borgarumhverfinu. Þetta var á þeim tíma sem peningastjórnin var að fara úr böndunum hjá meirihlutanum, bjánaflokknum og Samfylkingunni. Nú er hefur bjánaflokkunum fjölgað og þeir ráða ekki neitt við neitt. 

Njólinn fær að vaxa frjáls á götum borgarinnar eins og sjá má. 

Njóli 2Þannig er líka um skuldir borgarinnar, þær vaxa frjálsar og öllum óháðar en borgarfulltrúar meirihlutans vasast í þeim málum sem komið geta þeim í jákvæða fjölmiðlaumræðu.

Þeim skjöplast þó aðeins þarna um daginn þegar þeir misnotuðu fjármuni Bílastæðasjóðs í gæluverkefni sín.

Vitanlega var því mótmælt af borgarráði að um misnotkun fjár hafi verið að ræða. Vandinn var bara sá að þeir sömu sitja í stjórn Bílastæðasjóðs og í borgarráði. Þetta heitir bókstaflega að tala með tungum tveim.

Já, í stjórn bílastæðasjóðs sitja þeir sömu og í borgarráði. Á myndunum tveimur má sjá njóla. Sami njólinn er á þeim báðum og reynir hann ekki að fela þá staðreynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband