Enn stórir skjálftar í norðvesturhlíðum Bárðarbungu

SkjálftarRétt eftir klukkan eitt í dag urðu fjórir snarpir skjálftar í og við Bárðarbungu. Þrír þeirra voru yfir 3 stig og einn mældist raunar 4 sstig og man ég ekki eftir svo snörpum skjá í eða við Bárðarbungu.

Skjálftarnir sjást á meðfylgjandi korti og eru merktir stjörnum.

Takið eftir staðsetningu þriggja skjálfta sem eru í norðvesturhlíðum Bárðarbungu. Sá sem er hægra megin af þessum þremur mældist 2 stig, en hinir sem eru enn neðar 4 og 3,8 stig.

Staðsetning finnst mér alveg stórmerkileg. Mjög virðist hafa dregið út skjálftunum í Bárðarbungu og þeir færst yfir í hlíðarnar norðan- og norðvestanmegin.

SkjálftarÞannig var þetta líka fyrir um viku, það er 19. júní, eins og sjá má á kortinu fyrir neðan. Þetta er allt á svipuðum slóðum.

Hvaða ályktun má draga af þessu ef rétt er?

Fyrir það fyrsta eru jarðskjálftar ekki endilega fyrirboðar eldsumbrota. Hins vegar gefa þeir vísbendingar sem jarðvísindamenn geta ráðið í en leikmenn eins og ég kunnum lítil skil á.

Að öllum líkindum benda skjálftarnir til að þrýstingur sé undir Bárðarbungu en ekki vegna hreyfinga flekamóta.

Sagt er að tiltölulega grunnt undir öskjunni sé kvikuþró af svipaðri stærð og askjan og þrýstingur henni valdi skjálftunum. Hugsanlegt er að ofan við þrónna hafi bergið gliðnað og kvika leiti þar upp.

VikuyfirlitHeld það sé nú betra að hætta malinu áður en maður verður sér til algjörrar skammar. Allt er þetta hins vegar afar áhugavert og fróðlegt að fylgjast með þróun mála á þessum slóðum.

Neðsta kortið er svokallað vikuyfirlit og sýnir hvar skjálftar þessarar viku hafa orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband