Við þurfum forseta með reynslu, þekkingu og kjark

Til hvaða ráða skal grípa þegar vandi steðjar að. Eru allir svo glöggir að þeir greini vandamálið úr fjarlægð?

Nei, flestir eru þannig að þeir geta fyrst greint vandann þegar hann er löngu yfirstaðinn og þá eru þeir sem betur fer í öruggri fjarlægð.  Þannig eru fjölmargir og þeir eiga það eitt sameiginlegt að vita allt best eftirá.

Þegar Icesave lögin komu til undirritunar forseta Íslands hafði hann reynslu, þekkingu og kjark til að neita því og vísa þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samtök íslenskra gáfumanna hvöttu til að þeir væru samþykktir og spöruðu ekki dómsdagspádómana væri þeim hafnað. Þjóðin hlustaði ekki og tók afstöðu og margvísleg hljóð heyrðust frá gáfumönnunum og stjórnvöldum í Evrópu og ESB.

Sagnfræðingar eru nú bókstaflega lygilega færir að líta um öxl og greina Icesave deilurnar. Þeir kunna líka að greina þorskastríðin og sjálfstæðisbaráttuna þjóðarinnar fyrr á árum. Og það sem meira er þeir koma með nýstárlegar kenningar sem gera lítið úr því sem áunnist hefur í þessum málum. 

Almenningur stendur á efir agndofa og skilur ekki hvers vegna allt sem íslenskt er sé talað niður og gert lítið úr árangri þjóðarinnar á síðustu árum, áratugum og jafnvel árhundruðum.

Fræðimenn sem vinna á þennan hátt virðast ekki færir um að taka ákvörðum í vandamálum dagsins. Margt bendir til að þeir koma varla auga á þau hvað þá að geta beitt greiningu fræða sinna vegna þess að nándin er þeim fjötur um fót. Hér áður fyrr var sagt að svona náungar gætu ekki hitt tunnu jafnvel þó þeir væru staddir ofan í henni.

Það er eitt að vera forsetaframbjóðandi og tala fjálglega og skýrt um ekki neitt, hringsóla í kringum umræðuefnið án þess að nálgast kjarna málsins. Þannig eru flestir forsetaframbjóðendur, þora ekki, geta ekki, og vilja ekki tjá sig. Þeir gætu nefnilega fælt frá kjósendur ...

Þetta er ástæðan fyrir því að ég ætla að kjósa Davíð Oddsson sem forseta Íslands. Hann hefur reynslu, þekkingu og kjark til að greina og skilja þau vandamál sem koma upp og taka afstöðu. 

Ég ráðlegg þeim sem eru í vafa að láta ekki andstæðinga Davíðs ráða heldur kynna sér það sem maðurinn segir. Það hefur dugað mér. Andskotar Davíðs eru margir og þeir fara aldrei rétt með orð hans eða afstöðu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla líka að  kjósa hann Davíð. Hann getur, þorir og vill 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.6.2016 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband