Skemmdarverk í náttúrunni

Krot 2Ferðamenn sem koma hingað til lands eru ekki allir náttúruverndar- eða umhverfissinnar og ekki heldur allir heimamenn. Því fer fjarri. Skiptir litlu þó allir vilji út úr þéttbýlinu til að njóta íslenskrar náttúru.

Sem betur fer hefur ekki verið mikið um krot og önnur skemmdarverk í náttúru Íslands. Undanskil þó margvíslegar framkvæmdir hér og þar, malarnámur, utanvegaakstur, mannvirkjagerð og annað.

Krot 3Í frétt mbl.is segir frá heimskri stelpu sem hefur verið dæmd fyrir krot út í náttúrunni. Ekki þarf að leita lengi til að fá mynd af henni. Tilgangur hennar virðist vera sá eini að vekja athygli á sjálfri sér. Henni tókst það.

Yfirgnæfandi líkur eru á því að nú þegar hafi verið framin álíka skemmdarverk í íslenskri náttúru og með sömu rökum má fullyrða að þeim muni fjölga eftir því sem ferðamannastraumurinn eykst hingað til lands.

Sums staðar má sjá að reynt hefur verið að krota nöfn eða stafi í móberg enda er það auðveldast af öllu, svo mjúkt sem það er.

Krot 4Undanfarin ár hef ég lagt leið mína upp í Vífilsfell og finnst stundum krot í móberginu. Kosturinn er hins vegar sá að mjög auðvelt er að hreinsa svona krot út með því að strjúka hörðum steini yfir krotið.

Ég held hins vegar að í framtíðinni verði þetta vaxandi vandamál hér á landi eins og í mörgum öðrum löndum.

Krot 1Hér eru nokkrar myndir sem ég fann á vefnum.


mbl.is Dæmd fyrir „graff“ í sex þjóðgörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband