Tóm vitleysa að reka þjálfara KR, betra að tuska liðið til

KRKR tapaði leik á dögunum og allir eru að tapa sér og heimta afsögn þjálfarans. Þetta er bara eins og hjá Samfylkingunni. Hún tapar og tapar fylgi í skoðanakönnunum og menn halda að lausnin felist í því að heimta höfuð formannsins.

Fótbolti er ekki flókin íþrótt. Hún felst í fyrsta lagi í því að láta ekki andstæðingana flækjast fyrir sér þegar boltinn er rakinn í mark þeirra. Í öðru lagi gengur íþróttin út á að koma í veg fyrir að andstæðingarnir komi boltanum í annað mark en þeirra eigið.

Hverjir standa nú að því að verjast andstæðingunum og koma boltanum í mark þeirra? Jú, það eru víst leikmennirnir, þessir ellefu sem hlaupa um á stuttbuxunum sínum.

Þjálfarinn er ekki í stuttbuxum og þar af leiðandi ekki inni á leikvellinum nema í einstaka tilvikum. Annars vegar þegar honum mislíkar og hleypur óvart inn á völlinn til að berja dómarann og hins vegar þegar hann er spilandi þjálfari, eins og það er kallað. Hann skorar þar af leiðandi engin mörk né sinnir hann varnarvinnu. Hann stendur bara þögull á hliðarlínunni eins og fylgist með og kallar stundum eitthvað til leikmanna.

Þjálfari KR gerir eins og allir aðrir í hans stöðu, leggur upp leikinn, skipar leikmönnum fyrir. Jafnan er það svo að leikmenn liða fara oft ekki eftir því sem þjálfararnir segja. Oft tapast þá leikur.

Áður en þjálfarinn er skorinn ber auðvitað að huga að „sakleysingjunum“, það er stuttbuxnaliðinu. Jafnan skal byrja á fyrirliðanum, hann á að stjórna inni á vellinum en oft gerir hann það ekki. Svo eru aðrir leikmenn teknir fyrir. Stóðu þeir sig nægjanlega vel? Ef ekki þá er tvennt til ráða. Reka helv... leikmanninn eða láta hann taka 100 armbeygjur, það er þjálfa þá betur svo þeir hlýði. Annar ku armbeygjur vera ansi góðar í boltaþjálfun - held ég.

Nú ef í harðbakkann slær þá má svo sem reka þjálfaragreyið. Nú til dags er það oftar gert en að reka liðið. Brottrekstur þjálfara er samt aldeilis síðasta sort eins og dæmin sanna. Lið sem hefur fengið íhlaupaþjálfara stendur sig sjaldnast betur en undir stjórn þess fyrri.

Sama er með blessaða Samfylkinguna. Hún ætti auðvitað að heita Fylkingin vegna þess að forskeytið er löngu týnt, aungvir vinna þar saman og allir berja á þjálfaranum formanninum.

samfylkingin_logoAnnars er staðan sú að þegar eitthvað bjátar á er sökin yfirleitt ekki þar sem beinast liggur við að leita. Öll mál eru flóknari en svo að hægt sé að kenna þjálfara eða formanni stjórnmálaflokks um það sem miður fer. Þess vegna gæti verið betra að reka aðra löpp þjálfarans og hausinn á fyrirliðanum, þessir líkamshlutar eru hvort eð er sjaldnast í mikill notkun.

Gangi svo KR-ingum vel í sumar, samt ekki of vel, eins og forsetaframbjóðandinn sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband