Falin ESB-stefna Viðreisnar, Samfylkingar og VG

vidreisn2014Hér er frétt frá 2014 um fyrirhugaða stofnun Viðreisnar, sem vill ljúka aðildar- viðræðum við ESB, á vegum Benedikts Jóhannessonar ofl.

Undarlegt hvað allt um ESB hverfur núna, líka hjá Guðna Th.!

Þetta segir Ívar Pálsson í pistli á bloggsíðu sinni. Ívar er hefur einstaklega glöggt auga í stjórnmálunum, mér finnst nauðsynelegt að fylgjast með blogginu hans.

Svo rækilega hefur vinstri flokkunum verið velt upp úr hinni dæmalausu aðildarumsókn að ekki einu sinni Samfylkingin reynir að halda fram ágæti ESB lengur. Hún gafst upp.

Vinstri grænir ætluðu aldrei inn en seldu sannfæringu sína í ESB málinu fyrir stóla við ríkisstjórnarborðið. Auðvitað er engin spilling fólgin í því að selja sannfæringu sína.

Og Guðni Th. Jóhannesson, sá ágæti forsetaframbjóðandi, er ekki lengur á þeirri skoðunar að við eigum að fara inn í ESB. Að minnsta kosti lætur hann á engu bera í því máli. En ekki misskilja mig, Guðni er fínn gæi, en ég ætla bara að kjósa Davíð Oddson.

Flokkurinn sem kennir sig við viðreisn vildi fyrir tveimur árum „ljúka aðildarviðræðunum við ESB“. Hvað hefði það nú þýtt? Jú, við værum komin inn í ESB vegna þess að þær viðræður sem voru þá í gangi voru einfaldlega aðlögunarviðræður, ekki aðildarviðræður eða samningaviðræður að einu eða neinu leiti.

Nú felur þessi nýstofnaði flokkur stefnumiðið en lætur þess þó getið að hann vilji láta taka upp Evru hér á landi. Einmitt. Evru tekur ekkert ríki upp nema hafa fulla aðild að ESB.

Niðurstaðan er því sú að við þurfum að vera vakandi yfir sjálfstæði okkar og berjast hart fyrir því. Látum það ekki villa okkur sýn þó áðurnefndir þrír flokkar séu ekki að flagga þeirri stefnu sinni að við eigum að ganga í ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Áhangendur ESB hafa alltaf verið lúmskir og reynt að dylja að viðræður væru aðlögunarviðræðu. Guðni TH.hafði sagt áður að hann myndi styðja inngöngu ef góðir samningar fengjust. Hann veit núna að það er ekki um neina samninga að ræða,svo í kvöld hét það hjá honum að kjósendur fengju að ákvarða umsókn áður en hann samþykkti hana. Ég kýs Davíð.

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2016 kl. 00:55

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Sigurður, takk fyrir vinsamleg orð í minn garð. Nú kannast enginn við króann ESB, en þau hin sömu gleypa við öllu sem frá honum kemur. Það verður amk. engin viðspyrna hjá Viðreisn eða Guðna Th. við þessu yfirþjóðlega hrellivaldi, ESB.

Því betur sem fólk kynnir sér af viti persónu og athafnir Davíðs Oddsonar verður það líklegra til þess að kjósa hann. Ég kýs Davíð Oddsson til forseta á Íslandi.

Ívar Pálsson, 27.5.2016 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband