United endurnýjar allt eins og Liverpool, allt nema lógóið

Stjórn Manchester United hefur rekið heiðursmanninn Lúðvík van Gaal. Tilgangurinn er að koma manni að sem þekktur sem kjaftaskur, hann veður yfir fólk og þiggur fyrir það gríðarlegar fúlgur fjár. Í þokkabót fær hann nær ótakmarkaða peninga til að kaupa nýja leikmenn.

Auðvitað verður það þannig að United mun standa sig vel á næstu leiktíð. Annað hvort væri það nú. Innkaupastjórinn og lagerstjóri þeirra munu vinna saman að losa félagið við leikmenn og kaupa aðra í staðinn. Liðið verður óþekkjanlegt rétt eins og Liverpool í vetur. Allt nýtt, leikmenn, þjálfari, nuddari, peysur og orkudrykkir. Búningsklefinn verður án efa málaður og skipt um snaga.

Hið eina sem verður eins er lógóið og baráttusöngurinn rétt eins og hjá Liverpool.

Þetta er stórbissniss og engin ástæða til að missa sig yfir lógói. Hverjum er ekki alveg sama um til dæmis KR þegar nær allir leikmennirnir eru nýir og þjálfarinn er gæi af Skaganum.

Svona gerast kaupin á eyrinni. Ekkert er upprunalegt, allt aðkeypt og ekkert framhald eða þróun.

Og hvað verður nú um Lúðvík og fjölskylduna. Enginn hugsar um þau.


mbl.is Van Gaal rekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Van Gaal fær tæpar 900 millur fyrir bikartitilinn og árið, sem hann þarf ekki að vinna. Er það ekki ágætis endir fyrir kallkvölina

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.5.2016 kl. 18:50

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, flestir myndu nú sætta sig við þá aura.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.5.2016 kl. 18:51

3 identicon

Það er nu dapurlegt að koma Mora gleiðkjafts til Man utn

verði til þess að eg hætti sem stuðningsmaður Man Utn eftir 51 ar

Mig dreimir um að alt liðið eins og það leggur sig hafi nu i ser mandom 

og fari fram a sölu fra felaginu allir sem ein

Kv

Gh

Gunnar Hardarson (IP-tala skráð) 24.5.2016 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband