Hverjum er ekki drullusama um þennan Atla Fannar?

Eftir að Davíð svar­aði spurn­ingum í beinni útsend­ingu á Face­book-­síðu Nova í vik­unni birti mbl.is frétt undir fyr­ir­sögn­inni 27.000 horfðu á Davíð — full­kom­lega eðli­leg fyr­ir­sögn ef það væri hægt að sýna fram á að 27 þús­und manns hefðu horft útsend­ing­una.

Hið rétta var að búið var að horfa á ein­hvern hluta upp­tök­unnar af útsend­ing­unni 27 þús­und sinn­um. Ég segi ein­hvern hluta vegna þess að aðferð­irnar sem Face­book notar til að telja áhorf eru í besta falli rausn­ar­leg­ar. Áhorfin telja eftir aðeins þrjár sek­úndur eru liðn­ar. Mynd­böndin spil­ast oft sjálf­krafa og meira að segja án hljóðs. Til sam­an­burðar þá hleypa mynd­banda­veitur á borð við Vimeo og Youtube taln­ing­unni ekki í gegn fyrr en búið er að horfa á tvo þriðju mynd­bands.

Það mætti sem­sagt deila í áhorfs­töl­una með tveim­ur. Jafn­vel þrem­ur. En þetta snýst ekki um það.

Nei, þetta snýst ekki um það. Blaðamaður á vefmiðlinum kjarninn.is, Atli Fannar Bjarkason, getur ekki á sér heilum tekið vegna forsetaframboðs Davíðs Odddsonar. Hann skrifar jafnan af heift um Davíð og kjökrar vegna framboðsins.

Ofangreind tilvitnun er úr grein hans sem nefnist „Er öllum drullusama um Morgunblaðið?“ Má vera en ég held að flestir hafi ekki nokkurn áhuga á kjarninn.is.

Til að byrja með hafa fleiri frambjóðendur en Davíð setið fyrir svörum hjá símafyrirtækinu Nova. Atli Fannar missir sig eingöngu um Davíð. Halla Tómasdóttir og Guðni Jóhannesson, forsetaframbjóðendur, fá ekki yfir sig gusuna frá manninum. Kjarninn er greinilega hlutdrægt rit og hverjum er ekki „drullusama“ um það. Enginn les það nema vinstri gáfumenni - allir einn og átta.

Annars er það grátlega fyndið að lesa tilraun Atla Fannars til að telja niður þá sem fylgdust með upptöku af viðtalinu við Davíð Oddsson. Með tænilegum útskýringum fær hann það út að aðeins 9.000 manns hafi horft á viðtalið, ekki 27.000.

Hann deilir í töluna með tveimur eða þremur. „En þetta snýst ekki um það,“ segir Atli. Lesandanum er það ljóst. Þetta snýst eiginlega um Atla Fannar og heift hans gegn Davíð, en hverjum er ekki „drullusama“ um geðheilsu hins fyrrnefnda.

Davíð var reglulega fyndinn og skemmtilegur í þessu viðtali, ég hlustaði á það allt og skemmti mér afar vel. Ég hlustaði líka á Guðna, hann var flottur, jafnvel þó hann sé svo forneskjulegur að nota PC en ekki Makka. wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steindór Sigurðsson

já ég hef verið að hugsa um það undanfarið. Hvað ef einkavæðing Bankanna hefði leitt af sér algert hrun á Íslandi? Þá sætum við ekki uppi með 10 manns að reyna að ganga í augun á almenningi og reyna að telja okkur trú um að ef þeir næðu kjöri, þá væru þeir bestu þurfalingar sem við gætum fengið á Bessastaði.

Nei nei, þá hefðum við hefðum bara einn Þýskan þjónustufulltrúa að stjórna landinu. Öll stjórnsýslan og allt embættismannakerfið, vesalingarnir á Aþingi. Öll spillingin , allt draslið sent heim eða að vinna í frystihúsi úti á landi.

Ég spái því að innan tíu ára verði þeir búnir að koma öllu endanlega til andskotans, því það er ekkert lát á spillinguni. Og ef það reynist rétt hjá mér, þá skiptir engu máli hvað við kjósum.

Góðar stundir.

Steindór Sigurðsson, 21.5.2016 kl. 16:36

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hver er Atli Fannar Bjarkason? Er Atli Fannar Bjarkason einhver sem fólk ætti að þekkja og taka mark á?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.5.2016 kl. 20:09

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er Atli Fannar til?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.5.2016 kl. 10:36

4 identicon

Það kom 4 blaðsíðna lofgrein um Ritstjórann og afrek hans í hinu virta Morgunblaði, og var sú grein skrifuð af besta vininum.

Nokkrum dögum seinna gerðist svo hinn óvænti atburður. Ritstjórinn sjálfur bauð sig fram til forseta.

Ritstjórinn, sem áður gengdi mismunandi valdastöðum í rúm 30 ár eða fram að efnahagshruninu mikla, kom með yfirlýsingu að það sé mikilvægt fyrir hvern og einn einstakling að koma sér ekki of vel fyrir í starfi, það gæti haft slæmar afleiðingar og fylgikvillar þess hætturlegir. Að vera óumdeildur þarf því ekki að vera neikvætt, það er hrós fyrir sig.

Ritstjórinn tók því einnig fram að það gerði ekkert til þótt hann tapaði, hann  myndi snúa aftur sem ritstjóri morgunblaðsins og hafa það gott, enda ekki hægt að vinna.. alltaf.

Þeta er ekkert súrrealíkst, allt mjög eðlilegt og í takti við það sem er að gerast í Kóreu alþýðulýðveldinu. Og það er einmitt það land sem ég og við Sjálfstæðismenn ættum að horfa upp til.

Afsakið meðanað ég æli. 

Magnús Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.5.2016 kl. 12:19

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gerðu það sem þú þarft, Magnús Guðmundsson. Hér á landi ríkir lýðræði og aðeins einn kemst að sem forseti. Mér finnst hins vegar alltaf gott þegar frambjóðandi lýsir því yfir að hann sættir sig fyrirfram við úrslit kosninga.

Alltof margir skilja ekkert í eðli lýðræðisins, jafnvel stjórnmálamenn, lenda í stjórnlausum uppköstum, illmælgi, rógi og álíka vegna þess hvernig þjóðin ráðstafar atkvæðum sínum. Slíkt smitar út frá sér og einstaka iðraverkir vegna Davíðs Oddssonar geta varla verið merki um heilbrigða sál eða líkama.

Ráðið er þá að þegja frekar en að missa stjórn á sér og tvinna saman eitthvað nógu meinlegt um frambjóðanda eða raunar hvern sem er. Slíkt er jafnan meira lýsandi fyrir lund viðkomandi en þann sem um er rætt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.5.2016 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband