Enn og aftur verður Gylfi Magnússon sér til skammar
28.4.2016 | 13:30
Þeir sem notfæra sér svona brögð geta haft forskot á aðra og þar með heltast hinir úr lestinni í samkeppninni. Þannig að við getum endað með helsjúkt samfélag sem ég held því miður að sé ekkert fjarri lagi sem lýsing á efnahagslífinu.
Þetta segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms. Hann segir ofangreint í viðtali við Ríkisútvarpið.
Þessi maður hótaði þjóðina að greiddi hún atkvæði gegn Icesave samningunum á sínum tíma hélt því fram að Ísland gæti orðið sem Kúba norðursins, enginn vildi eiga hér viðskipti nema þjóðin og ríkisstjóður tækju ábyrgð á skuldum gjaldþrota banka.
Þetta var misheppnaður pólitískur áróður, undirbeltishögg. Tilangurinn var einfaldlega sá að hræða fólk til að greiða atkvæði á réttan hátt.
Mér finnst eiginlega nóg komið af Gylfa Magnússyni og hans nótum. Hræðsluáróðurinn er þvílíkur að engu tali tekur. Nú talar hann um helsjúkt samfélag og á við það sem þú, ágæti lesandi, og við öll búum í.
Ég hef búið hér alla mína ævi að frátöldum nokkrum árum við nám og vinnu í útlöndum. Allan þennan tíma hafa verið fréttir af skattsvikum, glæpum og annars konar vandræðum í þjóðfélaginu. Á slíku taka yfirvöld, lögregla og dómstólar.
Íslenskt samfélag er langt frá því að vera helsjúkt þó svo að einhverjir séu dæmdir í fangelsi fyrir stuld, smygl, þjófnað, líkamsárásir, skattsvik eða stundi þann ljóta leik að fela eignir sínar í útlöndum svo þeir þurfi ekki að greiða skatt af þeim hér á landi.
Við almenningur þjáumst ekkert vegna einhverra aflandsvæðingar örfárra, ekki frekar en skattsvik örfárra valdi okkur vandræðum í daglegu lífi. Við leggjum einfaldlega traust okkar í þessu tilviki á skattayfirvöld og dómstóla, rétt eins og við treystum lögreglunni og saksóknara um að koma böndum á aðra glæpamenn.
Alhæfing um að samfélagið sé helsjúkt er ekkert annað er ruddaskapur og fyrirlitning á þeim stóra meirihluta sem stendur sig, skilar sköttum, rekur fyrirtæki, sinnir launuðum störfum af heilindum og dugnaði, hvort sem þeir eru atvinnurekendur eða launþegar.
Gylfi Magnússon er enn í pólitík og honum ferst það jafn illa og þegar hann var í ríkisstjórn. Hann er einfaldlega höfundur skröksagna og dreifir þeim að hætti óvandaðra manna.
Ég hef þá trú að langflestir Íslendingar hafi megnustu skömm á svona málflutningi. Enn meiri skömm er að því að svona maður sé í þeirri stöðu að uppfræða ungt fólk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Amen! Gódur pistill, um helsjúkt fyrirbaeri. Ekki manninn Gylfa, sem slíkan, heldur umraeduna sem hann og hans líkar halda ad thjódinni, nótt sem nýtan dag. Endalaus neikvaedni, sem aetlad er ad studla ad fullveldisafsali, sé hamrad nógu fjandi mikid á henni. Endalaust fá thessir neikvaednispostular adgang ad fjölmidlum fyrir áródurinn.! Mikid dj..... er madur ordinn leidur á svona kaunmum.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 28.4.2016 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.