Halla Tómadóttir skipar sér á bekk með Donald Trump ...
21.4.2016 | 22:50
En ég er óneitanlega ekki stolt af því að sitjandi forseti skuli skipa sér á bekk með einræðisherrum eins og Mugabe.
Þetta segir Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi, í viðtali við visir.is. Ekki virðist frambjóðandinn vera sérstaklega vel að sér í heimsmálunum. Hún ber forseta Íslands sem er lýðræðislega kjörinn samkvæmt lögum sem sett eru af lýðræðislega kjörnum þingmönnum á löggjafarþingi lýðveldisins saman við Robert Gabriel Mugabe forseta Zimbambwe.
Mugabe þessi er allt annað en lýðræðislega þenkjandi maður jafnvel þótt hann hafi fyrst náð kjöri í almennum kosningum árið 1980. Hann stóð fyrir þjóðernishreinsunum snemma á valdaferli sínum þar sem 20.000 manns voru myrtir. Hann hefur ríkt með spillingu, falsað úrslit kosninga og miskunnarlaust látið drepa andstæðinga sína unnvörpum.
Halla Tómasdóttir setur Robert Gabriel Mugabe á sama stall og Ólaf Ragnar Grímsson. Þessi orð sæma ekki forsetaframbjóðanda eða öðru upplýstu fólki.
Hún getur ekki með nokkru móti réttlætt orð sín með öðru en þeim fjölda ára sem þjóðin hefur lýðræðislega kjörið Ólaf Ragnar í embætti.
Röksemdafærsla hennar er svona eins og að segja að Halla Tómasdóttir skipi sér á bekk með öfgamönnum eins og Donald Trump. Og rökstuðningurinn; þau eru bæði ljóshærð.
Svona röksemdafærsla gengur ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.