Dellumakerí Samfylkingarinnar
12.4.2016 | 15:41
Frumvarp Samfylkingarinnar til laga um tímabundið bann við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum er tóm della og tilgangurinn eingöngu áróðurslegur. Samfylkingin heldur því fram að allskyndilega geti ríkisstjórnin selt til dæmis Íslandsbanka. Það myndi aldrei ganga upp.
Þetta veit Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar enda er hann sjálfur í baráttu um að halda völdum innan flokksins og þar að auki er flokkurinn kominn að hálfu í kosningabaráttu.
Frumvarpið er eins og vantrauststillagan, dæmd til að falla, verði hún á annað borð tekin til umræðu.
Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, hefur látið hafa það eftir sér að bankarnir verði ekki seldir á næstunni.
Dellan er í því fólgin að stjórnarandaðan er gjörsamlega stefnulaus. Flestir sem henni tilheyra eru á fallanda fæti miðað við skoðanakannanir. Einn flokkur þýtur upp á við en veit ekkert hvað hann á til bragðs að taka. Helst að Píratar grípi til frjálshyggjuúrræða í úrræðaleysi sínu.
Tímabundið bann við bankasölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er bull og vitleysa að Píratar séu eitthvað "úrræðalausir". Þeir hafa skýra verkferla við stefnumótun og út úr þeim ferlum dælast fullmótaðar stefnur í hinum ýmsu málaflokkum þessa dagana.
Fullyrðingar þínar um annað hér að ofan hljóta að verða að skýrast af vanþekkingu á staðreyndum málsins. Ég hvet þig því til að kynna þér grunnstefnu Pírata ásamt þeim mikla fjölda stefnumála sem þegar hafa verið samþykkt í kosningakerfi flokksins. Jafnframt vek ég athygli þína á því að, ólíkt öðrum flokkum, er stefnumótunin fullkomlega gagnsæ, meira að segja fyrir utanflokksmenn:
Grunnstefna Pírata
Kosningakerfi Pírata
Umræða um stjórnmál á Íslandi yrði þeim mun markvissari og gagnlegri, ef hún myndi byggjast á staðreyndum frekar en upphrópunum og tilhæfulausum fullyrðingum í garð annarra.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2016 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.