Er nokkur furða þó vinstri flokkarnir séu komnir í 8% fylgi
17.3.2016 | 11:39
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinar, tók undir með Lilju Rafney. Ólína sagði ummæli Gunnars Braga ámælisverð og óþverraleg. Sagði hún ömurlegt þegar reynt væri að sverta heiðarlegt fólk með þessum hætti. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, sagðist engar væntingar hafa til þess að Gunnar Bragi bæðist afsökunar á ummælum sínum enda hefði hann farið fram með þessum hætti áður án þess að gera það. Sagði hún ummælin lágkúruleg.
Svo segir á mbl.is í dag af umræðum á Alþingi um meinta kvótaeign Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna.
Hvorki Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, né Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tóku til varna fyrir forsætisráðherra í gær þegar Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, flutti skrökræðuna um arf eiginkonu forsætisráðherrans.
Þetta er í hnotskurn ástæðan fyrir litlum árangri Samfylkingar og Vinstri grænna í skoðanakönnunum, en báðir flokkarnir mælast með um 8% fylgi.
Hvenær skyldu verða teknar upp málefnalegar og kurteisar umræður á þingi í stað hávaða og bumbusláttar?
Voru það ekki Svandís og Ólína sem vildu taka upp nýja umræðupólitík eftir hrunið? Þær eru nú sjálfar á bólakafi í gamaldags pólitík sem er að ganga af flokkum þeirra dauðum.
Mig dreymdi slor í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.