Er nokkur furða þó vinstri flokkarnir séu komnir í 8% fylgi

Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­arin­ar, tók und­ir með Lilju Raf­ney. Ólína sagði um­mæli Gunn­ars Braga ámæl­is­verð og óþverra­leg. Sagði hún öm­ur­legt þegar reynt væri að sverta heiðarlegt fólk með þess­um hætti. Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formaður VG, sagðist eng­ar vænt­ing­ar hafa til þess að Gunn­ar Bragi bæðist af­sök­un­ar á um­mæl­um sín­um enda hefði hann farið fram með þess­um hætti áður án þess að gera það. Sagði hún um­mæl­in lág­kúru­leg.

Svo segir á mbl.is í dag af umræðum á Alþingi um meinta kvótaeign Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna.

Hvorki Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, né Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tóku til varna fyrir forsætisráðherra í gær þegar Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, flutti skrökræðuna um arf eiginkonu forsætisráðherrans.

Þetta er í hnotskurn ástæðan fyrir litlum árangri Samfylkingar og Vinstri grænna í skoðanakönnunum, en báðir flokkarnir mælast með um 8% fylgi.

Hvenær skyldu verða teknar upp málefnalegar og kurteisar umræður á þingi í stað hávaða og bumbusláttar?

Voru það ekki Svandís og Ólína sem vildu taka upp nýja umræðupólitík eftir hrunið? Þær eru nú sjálfar á bólakafi í gamaldags pólitík sem er að ganga af flokkum þeirra dauðum.


mbl.is „Mig dreymdi slor í nótt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband