Anonymous hakkarar eru stórhættulegir lýðræðinu

Þeir sem beita ofbeldi eru hættulegir. Ofbeldislið eins og „hakkarahópurinn Anonymous“ eru eins og Mafían, lætur enga staðanda í vegi fyrir sér.

Persónulega er ég ekkert hrifinn af Donald Trump. Held að hann sé málefnasnauður skúrkur. Það breytir því ekki að fordæma verður aðgerðir hakkarahópsins nafnlausa. Þeir eru huglausir af því að þeir koma ekki fram undir nafni og þeir eru hættulegir málfrelsi vegna þess að þeir ráðast á þann sem nauðsynlega þarf að koma skoðun sinni á framfæri.

Þar af leiðandi er svona hópur stórhættulegur lýðræðinu. Þeir þykjast vera með réttar skoðanir og allir sem eru á öndverðu meiði fá að kenna á því.

Þessi lýður ætlaði að berja á Íslendingum vegna hvalveiða vegna þess að þeir eru á því að ekki megi stunda slíkar veiðar.

Þeir ætluðu að ráðast gegn ISIS eða kalífadæminu sem stjórnar nú stórum hluta Sýrlands og Íraks.

Innræting þeirra kemur glögg í ljós þegar fórnarlömbin eru borin saman, Ísis, Ísland og Trump. Hvað eiga eiginlega þessi þrjú sameiginlegt. Fátt eða ekkert.

Svo er það allt annað mál að Anonymous hefur ekkert tekist. Þetta eru kjaftaskar sem náðu engum árangri gegn hvalveiðum Íslendinga, Ísis hefur aldrei verið sterkara í hermdarverkum sínum og enn er Trump með öll tromp á hendi.


mbl.is Í allsherjarstríð gegn Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband