Sekta á húseigendur fyrir veggjakrot

Veggjakrot1Veggjakrot í miðbænum eru afleiðing agaleysis foreldra, húseigenda, byggingaverktaka og ekki síst borgaryfirvalda. Þegar svo er komið að hver auður húsveggur er útspreyjaður í ljótu kroti þarf að taka til hendinni.

Borgin liður fyrir þetta, ekki aðeins miðborgin heldur öll hverfi. Aðeins ein lausn er til á þessum vanda.

Borgaryfirvöld eiga að leggja sektir á húseigendur og verktaka sem hreinsa ekki veggjakrot af eignum sínum.

Afleiðingarnar verða einfaldlega þær að þeir munu taka til sinna ráða og vakta eignirnar mun betur en hingað til. Þeir munu vísast sækja um leyfi fyrir myndavélum sem settar verða upp við húsin og taka upp allar mannaferðir. Þar með erum miklu meiri líkur á að hægt að bera kennsl á liðið og kæra það.

Vöktunarmyndavélar eru orðnar svo ódýrar og einfaldar að peningalega er það enginn vandi að kaupa slíkar og láta setja upp. Fleiri ráð eru raunar til, til dæmis góð lýsing.

Veggjakrot2Efri myndin er tekin í í morgun á horni Laugavegs og Frakkastígs. Þar hefur húsalengja verið jöfnuð við jörðu og byrjað að byggja. Umhverfis lóðina hefur verið byggður vandaður tréveggur. Enn er hann óspjallaður að undanteknu horninu lengst til hægri. Spá mín er sú að í næstu viku munu sóðarnir vera búnir að útkrota hann. Öllum til leiðinda.

Hin myndin er af veggjakroti á bakhlið Laugvegs 25. Sóðarnir sækja í skuggsæla og fáfarna staði og þar spreyja þeir eins og mögulegt er og hlaupa svo í burtu eins og glæpamenn, sem þeir auðvitað eru.

Mikilvægast er að bera kennsl á sóða sem skemma eignir fólks, gera fordæmi úr málum þeirra öðrum til viðvörunar. Eina leiðin er að gera húseigendur ábyrga fyrir sóðaskapnum og láta þá um að finna sannanir gegn sóðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Nathanaelsson

Fyrst og fremst ber að sekta gerandan. Ég var í USA með ungling sem staðin var að veggjakroti ásamt þrem öðrum Við sem forráðamenn piltsins vorum dregin fyrir rétt og dæmd í $120 sekt, gerandinn var dæmdur í samfelagsþjónustu, tína rusl í 8 laugardaga, 8 kls hvern dag. Hér virðast foreldrar ekki bera neina ábyrgð á gjörðum barna sinna.

Úlfar Nathanaelsson, 15.3.2016 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband