Stjórn vís eins og lúbarinn hundur
10.3.2016 | 15:16
Góðan daginn, ég er að hringja frá Vís og langar til að bjóða þér viðtal við tryggingafulltrúa okkar um tryggingar þínar og hvaða verð við getum boðið þér.
Eitthvað á þessa leið mæltist ungum sölumanni frá Vís þegar hann hringdi í mig í fyrradag. Hann hefði ekki getað hringt á verri tíma. Vís og önnur tryggingafélög með allt á hælunum vegna arðgreiðslna og breyttra bókhaldsreglna.
Ég rökræddi dálítið við manninn og spurði hann svo hvort fleiri en ég væru að þenja sig. Treglega viðurkenndi hann að svo væri. Ég vissi það svo sem, þurfti varla að spyrja.
Eftir að stjórn Vís hafnaði einu sinni að lækka arðgreiðslurnar var hún gerð afturreka með þá ákvörðun. Núna lækkar stjórnin tillöguna um arðgreiðsluna um rúman helming en gætir sín á því að láta ekkert ganga til viðskiptavina sinna. Þurftu bíleigendur þó að þola hækkun á iðgjaldi seint á síðasta ári vegna rekstrarerfiðleika.
Stjórn Vís er sem lúbarinn hundur. Fyrirtækið er rúið trausti og framundan gætu verið fjöldauppsagnir á tryggingum. Fólk flykkist vafalaust til Varðar eða jafnvel Sjóvár en stjórn síðarnefnda fyrirtækisins áttaði sig fljótt á stöðu mála og sá að almenningur var reiður og bakkaði snarlega með hækkanir á arðgreiðslum.
Þessir atburðir hafa sannfært fólk um að eitthvað verulega gruggugt á sér stað í rekstri tryggingafélaganna.
Hér áður fyrr virtust tryggingafélög rekin á annan hátt. Stjórnendur þeirra gerðu sér grein fyrir því að þau voru ekki bara traustur vinnustaður fólks heldur haldreipi viðskiptavina þegar þeir urðu fyrir skaða. Nú virðist allt annað vera uppi á teningnum. Þeir vilja arðinn háann og greiddan hratt út án þess að neinn mögli. Til þess að svo megi vera er bókhaldsreglum breytt.
Kúnninn skiptir engu máli. Með lögum er hann þau nauðbeygður til að tryggja bíl og fasteignir.
VÍS lækkar arðgreiðsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eigendur og stjórnendur eru með ríkisábyrgð Sigurður. Fordæmið var sett þegar Sjóvá var bjargað. Þess vegna munu þeir tæma þessa bótasjóði hægt og fljótt og kalla það eitthvað annað en arðgreiðslur.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.3.2016 kl. 16:01
Vinur minn pólskur sem var með sínar tryggingar hjá TM fá 1996, fékk upphringingu frá VÍS og var boðið að fá allar tryggingar sem hann væri með hjá TM á 150,000 kr. Hann tók því umsvifa laust. Tveimur dögum senna þá hringdi síminn og þar var fulltrúi TM að bjóða honum tryggingar á 150.000 kr. sem höfðu áður kostað 230.000 kr. Hann þakkaði fyrir en sagði að nú væri þetta ágæta boð orðið of seint.
Það er því ekki alveg af ófyrirsynju að maður fer að velta vöngum hafandi verið hjá TM síðan í gamladaga með fyrirtæki og heimilli.
En tilhvers var þessi 80.00 kr mismunnur? Gæti hann verið handa viðhaldinnu?
Hrólfur Þ Hraundal, 10.3.2016 kl. 19:49
Þegar upp er staðið, borgar sig varla að tryggja nokkurn skapaðan hlut, fyrir flest fólk. Ef ríkið skikkar borgarana til að hafa akyldutryggingu, ætti ríkið jafnframt að sjá um þá tryggingu. Kominn vel inn í seinni hálfleik ævinnar, situr maður og leggur saman tryggingakostnað sinn gegnum árin. Verið nokkuð heppinn og ekki valdið öðrum miklu tjóni, eða orðið fyrir miklum skakkaföllum sjálfur. Þegar lagður hefur verið saman kostnaðurinn við iðgjöldin og hann síðan borinn saman við ávinninginn af "góðum tryggingum" er ljóst að maður tryggir sennilega bara betur eftirá, eins og einu sinni var auglýst.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 10.3.2016 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.