Reykjavíkurborg sópar gúmmíkurlinu undir teppið ...

Tökum eftir hvernig bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi taka á gúmmíkurli á íþróttasvæðum bæjarins. Jú, allt kurl á að fara í burtu og völlurinn endurnýjaður um leið.

Hvernig fer Reykjavíkurborg að. Jú, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fer í viðtal í sjónvarpinu og hvetur til þess að ríkið stofni sjóð til að leysa fjárhagslega úr þessum vanda fyrir sveitarfélög.

Nei, nei, Reykjavíkurborg ætlar ekki að borga krónu í þennan sjóð enda er hún nær gjaldþrota eftir langan, langan stjórnartíma Samfylkingarinnar og annarra vinstri flokka.

Stór munur er á viðhorfum og framkvæmdum Seltjarnarnesbæjar og Reykjavíkurborgar. Meirihlutinn í borgarstjórn hreinlega sópar gúmmíkurlinu undir teppið.


mbl.is Dekkjakurl fjarlægt á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband