Fyndnar fyrirsagnir í fjölmiðlum

Sunnudagsblað Morgunblaðsins er með nýju móti í dag. Það er skemmtilegt. Yfirleitt er leiðarinn og Reykjavíkurbréfið það áhugaverðasta í Mogganum en í þetta sinn slepptu blaðamenn fram af sér beislinu og skrifuðu greinaflokk sem nefnist „Skemmtilegar misritanir“. Sumt af því er alveg óskaplega fyndið.

Ég ætla að líka að reyna að vera fyndinn. Stundum hef ég klippt út fyrirsagnir í dagblöðum sem eru stórskemmtilegar ýmissa hluta vegna. Sumar eru hreinlega heimskulegar, aðrar tvíræðar, til eru þær sem lýsa slökum skilningi á mæltu máli og svo er þær sem eru eitthvað annað. Læt lesandanum eftir að meta um skemmtilegheitin.

  1. Látnir tína upp plastpoka, mbl.is
  2. Leoncie reið Landsbankanum, dv.is
  3. Sólarkísill þarf ekki að fara í mat, mbl.is
  4. Sigraði dómsmál vegna læknamistaka, visir.is (dómsmálið lét líklega í lægra haldi)
  5. Dr. Gunni um vændi: „Markhópur mellna er graðkarlar“
  6. Frumvarp ráðherra breyttist í þingnefnd, visir.is
  7. Ölvaður ökumaður ók út í grýtt hraun, visir.is
  8. Salmann fær alvarlegar líflátshótanir, dv.is 
  9. Eldfjöll af braut um jörðu, mbl.is
  10. Flestar íslenskar konur í háskólanámi á Norðurlöndunum, vísir.is
  11. Friðarhlaupið syndir yfir Hvalfjörðinn, mbl.is
  12. Óli Geir horfði á hnefaleika með dvergum, dv.is
  13. Grikkland glímir við mikinn vitsmunaflótta, mbl.is
  14. Látnir vinna á gólfinu, Viðskiptablaðið
  15. Gunni Helga hætt kominn í reisugilli á Mýrunum: Kjötbiti festist og fékk morfín, dv.is
  16. Glaður dreginn vélarvana í land, mbl.is
  17. Þunguð nektardansmær í endaþarmsleit, mbl.is
  18. Lögreglan stöðvaði par með þvottavél, visir.is
  19. Kim Kardashian reið sjónvarpsstjörnu, dv.is
  20. Dönsk skýrsla: „hyldir barnavagnar eru dauðagildrur“, dv.is
  21. Einhleypingar valda heilabrotum á Fljótsdalshéraði, mbl.is

Mér þyka þó blaðamennirnir sem ortu þessar fyrirsagnir eigi að fá blaðamennskuverðlaun:

  1. Snjóaði í fjöll í höfuðborginni, ruv.is
  2. Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu, mbl.is
  3. Gunnar Bragi með duglegustu konum landsins, mbl.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband